Ungt fólk frá Alsír allt að 56 sinnum oftar í afbrotatölum en þýskir jafnaldrar

Nýjar upplýsingar frá þýsku lögreglunni sýna að ungt fólk af erlendum uppruna fremur glæpi í langtum meira mæli en meirihluta íbúanna. Ungt fólk frá Alsír sker sig mest úr – það kemur yfir 56 sinnum oftar fyrir í afbrotamálum en ungir Þjóðverjar. En tölurnar gefa ekki alveg fullkomna mynd, þar sem innflytjendur sem hafa fengið ríkisborgararétt eru taldir sem Þjóðverjar.

Tölurnar koma úr nýrri samantekt um fjölda grunaðra – Tatverdächtigenbelastungszahl (TVBZ), sem hefur verið birt í fyrsta sinn í opinberum þýskum glæpatölum. Samantektin sýnir fjölda grunaðra afbrotamanna á hverja 100.000 íbúa í mismunandi hópum, að því er Remix News greinir frá.

Fyrir þýska ríkisborgara í öllum aldurshópum er TVBZ 1.878 einstaklingar á hverja hundrað þúsund íbúa. Meðal Sýrlendinga er talan 8.236 og Afgana 8.753 sem er meira en fjórum sinnum hærri en fyrir Þjóðverja. En það er þegar litið er á ungt fólk á aldrinum 14–18 ára sem munurinn verður mestur.

Í þessum hópi eru Sýrlendingar fimm sinnum virkari í glæpum en þýskir jafnaldrar þeirra. Fyrir ungt fólk frá Marokkó er munurinn 19 sinnum meiri. Það sem stingur út eru tölurnar fyrir ungt fólk frá Alsír, sem koma 56 sinnum oftar í tölum yfir grunaða um afbrot en þýskir jafnaldrar þeirra.

Tölur fyrir tilteknar tegundir afbrota staðfesta mynstrið. Í svo kölluðum götuglæpum, sem fela í sér líkamsárásir, rán, kynferðislega áreitni og vasaþjófnað, er talan 168 fyrir Þjóðverja, fyrir Sýrlendinga er talan 1291 og fyrir Afgana 1218 – næstum átta sinnum hærri.

Tölfræðin var birt eftir fyrirspurn á þingi frá Martin Hess, talsmanni Valkosts fyrir Þýskaland AfD. Hann sagði:

„Þetta er fyrirsjáanleg niðurstaða af innflytjendastefnu sem gjörsamlega hefur mistekist í áratugi og fór endanlega úr böndunum ár 2015.“

Þrátt fyrir þessar hrikalegar tölur er ástæða til að ætla að veruleikinn sé samt enn verri en tölfræðin sýnir. Skrásetning yfirvalda sýnir ekki innflytjendabakgrunn þeirra sem hafa fengið þýskan ríkisborgararétt og þannig eru margir innflytjendur frá Mið-Austurlöndum eða Afríku einfaldlega skráðir sem Þjóðverjar.

AfD hefur því krafist þess að Þýskaland byrji að halda tölfræði um ríkisborgara af erlendum uppruna líkt og gert er í Danmörku. Flokkurinn telur að þetta sé nauðsynlegt til að mæla raunverulega aðlögun að þýska samfélaginu jafnvel eftir nokkrar kynslóðir.

Fara efst á síðu