Robert F. Kennedy yngri fullyrðir að algjör umsnúningur hafi átt sér stað í bandarískum stjórnmálum sem gerði það að verkum að hann yfirgaf Demókrataflokkinn og styður núna forsetaframboð Donald Trump. Kennedy segir að Repúblikanaflokkurinn í dag sé flokkur hins venjulega Bandaríkjamanns. The Gatewaypundit greinir frá.
„Ég sá Kamala Harris á ráðstefnunni og hún hélt ræðu sem var mjög í anda stríðs og herská. Það var sú tegund af ræðu sem er skrifuð af neocons og CIA. Í fyrsta skipti í sögunni hélt fyrrverandi forstjóri CIA, Leon Panetta, ræðu á undan Kamala. Hermenn héldu einnig ræður á ráðstefnu demókrata.“
„Demókratar voru andstæðingar stríðsins. Þeir voru stjórnarskrárflokkurinn. Þeir voru flokkurinn sem var á móti Wall Street í umboði efnaminna fólks, lögreglu, slökkviliðsmanna, verkalýðsfélaga og verkalýðsfólks. Í kosningunum 2020 kusu rúmlega 50% íbúa þessa lands Donald Trump. Hópurinn sem kaus Donald Trump réði 30% af auðæfum vors lands.„
„50% þeirra sem kusu Joe Biden ráða yfir 70% af auðæfunum. Það hefur því orðið umsnúningur og Repúblikanaflokkurinn er orðinn flokkur hins almenna borgara, vinnandi fólks, millistéttarinnar. Demókrataflokkurinn er orðinn flokkur Wall Street, hernaðarsamsteypunnar, lyfjarisanna, matvælarisanna, tæknirisanna og afar, afar, kúgandi fákeppniskerfis, samskonar kerfis og við steyptum af stóli árið 1776 í vopnaðri byltingu.“
Sjá bút úr viðalinu á X hér að neðan: