Umhverfismengun plasttappa hefur þrefaldast eftir komu ESB-tappanna

Hinir óþolandi föstu ESB-tappar á mjólkurfernum og gosflöskum voru sagðir umhverfisvænir því tappamengun náttúrunnar átti að snarminnka ef ekki að hverfa með öllu. Útkoma ESB-snillinganna er hins vegar allt önnur: Hlutfall plasttappa á ströndum hefur þrefaldast.

Í Svíþjóð geta gamalmenni ekki lengur fengið sér gosdrykk hjálparlaust. Á veitingastöðum verða eldri borgarar að biðja aðra um aðstoð til að opna gosflöskur með áföstum ESB-töppum vegna þess að sérstakt lag þarf til að skrúfa tappana af ef ekki á að beita afli sem gamalmennin skortir.

Tapparnir voru kynntir sem vistvæn lausn jarðarbúa á öllu plasttapparusli sem flýtur um á höfum heims og endar oftar en ekki á sólarströndum. En eitthvað stemmir ekki. Töppum hefur fjölgað frá 46 upp í 144 tappa á hverja 100 metra strandlengju á árunum 2023 – 2024.

Samkvæmt sænska ríkisútvarpinu P4, þá er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem plasttöppum fjölgar.

Nýju lögin um föstu ESB-tappana tóku gildi 1. júlí í fyrra og fela í sér að plastlok á flöskur og öskjur eru áföst umbúðunum. Markmiðið var að minnka magn plasts í náttúrunni.

Eva Blidberg, sérfræðingur hjá Höldum Svíþjóð hreinu, segir að tölurnar kunni að stafa af því að ruslið komi frá öðrum löndum. En önnur skýring er einnig möguleg:

„Það getur verið að fólk verði svo pirrað yfir þessum töppum og að það rífi þá hreinlega bara af.“

Fara efst á síðu