Umbótaflokkur Nigel Farage hefur núna fleiri meðlimi en Íhaldsflokkurinn

Bretland er í sókn til hægri. Umbótaflokkur Nigel Farage er valkostur fyrir alla fullveldissinna, stuðningsmenn lýðræðis- og málfrelsis. Alla þá sem vilja ráða örlögum sínum sjálfir. Umbótaflokkurinn er núna aðal krafturinn til að binda enda á hina óhuggulegu valdníðslustjórn Keir Starmers.

Meðlimafjöldi Reform UK fór upp í 131.712 einstaklinga um hádegisbil á annan dag jóla sem gerir flokkinn stærri en Íhaldsflokkinn Tory sem hefur 131.680 meðlimi.

Söguleg stund

The Telegraph greinir frá: Nigel Farage sagði:

„Þetta er söguleg stund. Yngsti stjórnmálaflokkurinn í breskum stjórnmálum fór rétt í þessu fram úr elsta stjórnmálaflokki heims. Umbótaflokkurinn í Bretlandi er núna hin raunverulega stjórnarandstaða.“

Slæmar fréttir fyrir Tories

Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins, Kemi Badenoch, keppist við að endurreisa traustið á Íhaldsflokknum eftir 14 ára tímabil sem einkennst hefur á skorti á leiðtogahæfileikum og sögulegum ósigri í þingkosningum gegn Starmer. Hún segir:

„Meðlimafjöldi Umbótaflokksins hefur aukist vegna þess að ungt fólk undir 25 ára hefur verið lokkað með ódýru gjaldi upp á 10 pund. Farage tilkynnti um helgina að þúsund ungmenni hefðu gengið í flokkinn á innan við 48 klukkustundum.“

Richard Tice, aðstoðarleiðtogi Umbótaflokksins:

„Til allra sem afskrifuðu okkur, við erum bara að hita upp. Rúllaðu tímanum áfram eitt ár og við verðum ekki aðeins orðnir stærri en Tories hvað meðlimi varðar, við verðum stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum…Við erum komnir á skrið. Tories virka gamlir og þröngsýnir. Í vissum skilningi er kreppan hjá þeim tilvistarkreppa. Enginn vill hafa þá.

Zia Yusuf, flokksstjóri Umbótaflokksins:

„Saga hefur verið rituð í dag, þar sem aldalangt kverkatak Tories á mið-hægri væng breskra stjórnmála hefur loksins verið rofið. Nigel Farage verður næsti forsætisráðherra og mun skila Bretlandi aftur til virðingar.“

Fara efst á síðu