„Úkraínustríðið” er stríð milli Bandaríkjanna og Rússlands

Stríðið í Úkraínu ætti ekki að kallast umboðsstríð. Það er í raun stríð milli Bandaríkjanna og Rússlands. Bandaríkin taka svo mikinn beinan þátt í stríðinu, að þannig verður að líta á það, segir prófessor Jeffrey Sachs í Judging Freedom.

Úkraínustríðið er ekki umboðsstríð milli Rússlands og Bandaríkjanna, heldur beint stríð milli landanna tveggja. Hagfræðiprófessor Jeffrey Sachs heldur því fram. Þátttaka Bandaríkjanna er svo mikil og afgerandi. Prófessor Jeffrey Sachs segir:

„Þetta er greinilega stríð milli umfram allt Bandaríkjanna og Rússlands. Bandaríkjamenn eru á vettvangi. Bandaríkjamenn stunda njósnir, þó þær séu ekki mjög gáfulegar. Við höfum Nató-hermenn alls staðar í Úkraínu. Bandaríkjamenn velja skotmörk, stjórna vopnakerfum. Og fjármagna auðvitað stríðið.”

„Þannig að þetta er ekki einu sinni umboðsstríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, eins og það er stundum kallað. Þetta er stríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, þar sem Úkraína stendur fyrir meirihluta hinna látnu. Ekkert gerist í Úkraínu án samþykkis eða leiðsagnar Bandaríkjanna.”

Varðandi innrás Úkraínu í Kúrsk-hérað í Rússlandi segir Jeffrey Sachs að hún muni líklega enda með „hörmungum“ fyrir Úkraínu.

Sjáið viðtalið hér að neðan:

Fara efst á síðu