Úkraínustríðið algjört Bidenklúður

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í vikunni (sjá YouTube að neðan), að hann skilji afstöðu Rússa til stækkunar Nató. Trump ræddi meðal annars um Nató og Úkraínustríðið. Hann sagðist skilja að Rússar vildu ekki fá Nató sífellt nær og nær.

Trump ræddi útþenslu Nató og sagðist skilja að Rússar vildu ekki hafa Nató á dyraþröskuldi sínum.

Biden vill að Úkraína gangi í Nató

„Stór hluti af vandamálinu var að Rússland sagði í mörg, mörg ár, löngu áður en Pútín sagði það, þið getið ekki látið Nató blanda sér í málin í Úkraínu.… Þeir hafa sagt þetta, þetta hefur verið eins og skrifað í stein. Einhvers staðar á leiðinni sagði Biden nei, þeir ættu að geta gengið í Nató. Þá fær Rússland einhvern rétt fyrir utan dyrnar hjá sér og ég get skilið tilfinningar þeirra í sambandi við það.“

Biden rauf samkomulag stríðandi aðila

Trump minntist einnig á fyrri friðarviðræður:

„Mörg mistök voru gerð í þeim samningum. Þegar ég heyrði hvernig Biden stóð að samningunum, þá sagði ég að þetta myndi enda með stríði, það reyndist mjög slæmt stríð. Og að stríðið gæti stækkað í eitthvað miklu verra en það er núna… Ég held að þeir hafi náð samkomulagi en svo rauf Biden það. Þeir höfðu samning sem hefði getað verið viðunandi fyrir Úkraínu og alla aðra. En Biden sagði nei, þið verðið að geta gengið í Nató.“

Manndráp af stærðargráðu sem við höfum ekki séð eftir seinni heimsstyrjöldina

„Þetta var Biden klúður. Það hefði aldrei gerst ef við hefðum verið með alvöru forseta… Hermenn eru að drepa hver annan á mælikvarða sem við höfum ekki séð síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Svo við verðum að leysa þetta. Það verður erfitt. Miklu erfiðara en það hefði verið áður en það byrjaði, það get ég sagt. Þá hefði verið hægt að gera samning með miðlungs samningamanni.“

Fara efst á síðu