Úkraínumenn hafa fengið nóg af Zelenský
Á þeim þremur og hálfu ári sem stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir hafa vestrænir stjórnmálamenn í bandi hnattræningja og hlýðnir fjölmiðlar þeirra málað upp ímynd Volodymyr Zelensky sem verjanda lýðræðis, sögulega, goðsagnakennda persónu sem líkt er við Winston Churchill frá seinni heimsstyrjöldinni (hvíl í friði Winston).
Þá kom Donald J. Trump og kallaði hann „meðalfarsælan grínista,“ „mesta sölumann jarðar“ og „einræðisherra án kosninga.“
Trump hefur lofað nýjum Patriot-vopnum til loftvarna fyrir Kænugarð og hótar Vladímír Pútín og rússneska þinginu með viðskiptaþvingunum. Ný grein í Spectator segir engu að síður að Úkraína sé að:
„kafna í alvarlegri hernaðarlegri, pólitískri og félagslegri kreppu sem ógnar að eyðileggja þjóðina innan frá.“
– Pútín valdi stríð fram yfir frið í vor vegna þess að njósnarar hans og hershöfðingjar sögðu honum að Úkraína væri á barmi hruns. Það er ógnvekjandi en þeir gætu haft rétt fyrir sér. Úkraína á fáa hermenn eftir, fremstu víglínuhermenn eru úrvinda og stuðningur bandaríska hersins takmarkast við loftvarnir. Stjórnvöld í Kænugarði hrjást af spillingarhneykslum og hreinsunum. Almenn trú á framtíðina og leiðtoga landsins hrakar og þrýstingur eykst stöðugt um að Úkraína semji um frið hvað sem það kostar.

Vísað er til fyrrverandi embættismanna sem telja að Zelensky sé að „framlengja stríðið til að halda völdum.“
„Nú telja 47% að Úkraína verði fámennt ríki með rústuðu hagkerfi. Önnur könnun leiddi í ljós að 70% Úkraínumanna telja að leiðtogar þeirra noti stríðið til að auðga sig.“
Þó að verið sé að rannsaka ráðherra fyrir „fjárdrátt og landráð“ þá þurfti bandaríska sendiráðið í Kænugarði að þrýsta á að Zelensky ræki ekki hershöfðingjann Kyrylo Budanov, yfirmann herleyniþjónustu Úkraínu – vegna vaxandi vinsælda hans.
„Úkraína á tvo óvini, tvo Vladímíra: Zelensky og Pútín“ segir fyrrverandi ráðherra Úkraínu, sem áður var dyggur stuðningsmaður Zelensky. ,Pútín er að eyðileggja Úkraínu út í frá, en Zelensky eyðileggur hana innan frá með því að brjóta niður baráttuvilja þjóðarinnar og starfsanda.“

Kjörtímabil Zelenskys sem forseta rann út í maí fyrir rúmu ári síðan en enn sendir hann stjórnmálaandstæðinga í útlegð, fangelsa aðra og beitir refsiaðgerðum. Hann er einnig að verða uppiskroppa með hermenn. Næstum 7 milljónir borgara hafa flúið land og ekki færri en 230.000 sakamál hafa verið hafin vegna liðhlaupa frá því að stríðið hófst.
„Fleiri hermenn hafa strokið úr úkraínska hernum en samanlagður fjöldi hermanna í breska, franska og þýska hernum.… Engir utanaðkomandi aðilar geta snúið við þeirri þróun að fyrrverandi stjórnarsinnar eru handteknir, stjórnarandstæðingar eru eltir uppi og fjölmiðlum lokað. Þessar aðgerðir hafa grafið undan trú Úkraínumanna á tilgangi stríðsins og forystu Zelenskys.“