Stríðið á milli Úkraínu og Rússlands er „bara tilgangslaus mannsslátrun“ segir úkraínskur hermaður í frétt frá Vice/Showtime frá vígstöðvunum (sjá YouTube að neðan).
Þetta er brot úr frétt Vice um stríðið í Úkraínu frá árinu 2023 sem núna gengur á samfélagsmiðlum. Myndskeiðið sýnir gífurlega mannsslátrun og grimmd stríðsins. Úkraínskur hermaður segir:
„Helvíti er betri staður en víglínan.“
Og þetta var árið 2023.
Annar úkraínskur hermaður lýsir „tilgangslausum drápum“ og að þeir fái ekki nægan stuðning frá stjórnvöldum.
„Þeir sækja fram á hverjum degi. Þetta eru bara tilgangslaus dráp. Við fáum engan stuðning, ekkert. [Búnaður okkar] skýtur þungum fallbyssuskotum fimm sinnum á meðan þeirra skýtur 500 sinnum. Ég veit ekki hver áætlun stjórnvalda er, en það er eins og verið sé að útrýma eigin þjóð, – einnig bardagafærum og heilbrigðum íbúum. Þannig er það.“
Hermaðurinn byrjar þá að gráta.
