Úkraínskir auðjöfrar hafa orðið óheyrilega ríkir á stríðinu

Svissneska dagblaðið Neue Züricher Zeitung skrifar að úkraínskir ​​ólígarkar hafi auðgast óheyrilega á stríðinu en reyna að láta lítið á sér bera. Úkraína var almennt talið spillt land fyrir Úkraínustríðið, en eftir að stríðið braust út og tugir milljarða evra hafa flætt inn í landið, þá hefur spillingin blómstrað sem aldrei fyrr. Svissneska dagblaðið Neue Züricher Zeitung lýsir því, hvernig einokunarauðjöfrar í klíku Volodymyr Zelenskys forseta, hefa orðið óheyrilega ríkir.

Guillaume Ptak, fréttaritari svissneska Neue Züricher Zeitung, NZZ, í Kíev skrifar:

„Þessir miklu kaupsýslumenn hafa hagnast gríðarlega á stríðinu samtímis því að vera þjóðræknir, í taumi Vesturlanda og láta lítið bera á sér.“

Með öðrum orðum, í stað þess að monta sig með sportbílum, þá vita þessir nýju einokunarstjórnendur að þeir verða að dylja auðæfin sín í miðju brennandi stríði. Blaðið lýsir fimm einstaklingum sem hafa hagnast gríðarlega. NZZ skrifar:

„Stríðið, sem er komið á fjórða ár, reynist vera arðbært fyrir kaupsýslumenn eins og Andri Stawnizer, Andri Kobolev, Oleksander Hereha, Andri Kolodyuk og Vasil Khmelnitsky. Fimmmenningarnir hafa komið sér fyrir í stríðshagkerfinu og fjárfesta í að endurbyggja það sem rússneski herinn eyðileggur aftur og aftur. Gróði þeirra fer með himinskautum í mikilvægum greinum eins og vöruflutningum, orku og byggingariðnaði. Dæmigerðir stríðsgróðamenn? Jú, – en samt ekki alveg.“

Spilltur úkraínskur auðkýfingur var tekinn með 6 milljónir dollara í rúminu sem hann hafði stolið úr heilsugeiranum.

Þó að um sé að ræða dæmigerða stríðsgróðastarfsemi þá er það einnig séð í jákvæðara ljósi, þar sem þeir styðja í raun herinn og almenning. Samkvæmt blaðamanni NZZ eru þeir því „ekki eins og klassískir forverar þeirra, sem náðu sér eftir stjórnarskiptin. Stríðið sópaði flestum þeirra í burtu. Nýja kynslóðin kaupir hvorki sjónvörp, dagblöð, fulltrúa, né flokka eða einkaheri.“

Þó að úkraínsk yfirvöld fagni flestum nýju einokunarsinnunum, þá þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir eigi góð samskipti við forsetaembættið. Blaðið bendir sérstaklega á að Kobolev hafi verið þekktur fyrir baráttu sína gegn spillingu fyrir stríðið. Hann á ekki í bestu samskiptum við Zelensky og hefur sjálfur lent í því núna að vera ákærður fyrir spillingu.

Eins og NZZ bendir á er ofverðlagning algeng í opinberum innkaupum um alla Úkraínu, sem þýðir oft að kaupsýslumenn taka sinn hlut ofan á þá þjónustu sem þeir veita áður en aðrir í ákvarðanatökuferlinu fá sinn hlut.

Forseti dómstóls í Úkraínu var handtekinn fyrir að hafa þegið tæpa 3 milljónir dollara í mútugreiðslum.

NZZ skrifar að þrátt fyrir ofurgróða í stríðinu, þá muni friðurinn verða enn arðbærari fyrir þessa stríðsauðkýfinga. Þegar stríðinu lýkur munu þeir hagnast enn frekar á endurreisn landbúnaðarins og námuauðlindum.

Embættismenn í Evrópu gagnrýna spillinguna í Úkraínu. Fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, Oskar Lafontaine, sagði í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung í janúar s.l.:

„Úkraínu er nú stjórnað af einokunarstjórn sem lifir í auknum mæli á utanaðkomandi stuðningi. Þetta er ríki sem einkennist af útbreiddri spillingu og skorti á raunverulegum lýðræðislegum ramma.“

Samkvæmt könnun þjóðarstofnunar gegn spillingu hafa íbúar Úkraínu mestar áhyggjur af spillingunni á eftir stríðinu milli Rússa og Úkraínu. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru á fréttavef Kárpáti Igaz Szó sýna að 71,6% íbúanna telja þetta vera næst stærsta vandamál landsins og 73% fyrirtækja eru þeim sammála.

Samkvæmt 87,9% íbúanna og 81,3% fyrirtækja hefur umfang fjárdráttar aukist samanborið við árið 2022. Margir telja að Zelensky beri þunga ábyrgð, 47,5% almennings og 48,3% fyrirtækjarekenda segja að baráttan gegn spillingunni sé á ábyrgð forsetans og forsetaembættinu.

36,9% svarenda og 32,4% fyrirtækjarekenda telja að þjóðarstofnun gegn spillingu eða Æðsta ráðið eigi að grípa til aðgerða til að stemma stigu við spillingunni. Í svörunum mátti einnig lesa að draga ætti ráðherraráðið og ráðuneytin til ábyrgðar fyrir útbreiðslu spillingar.

Fara efst á síðu