Vladimír Pútín Rússlandsforseti heldur því fram að stærsta kristna kirkjan í Úkraínu, rétttrúnaðarkirkjan UOC, sé ofsótt. Hann lýsir ríkisstjórn landsins sem „guðleysingjum.“ Hann gagnrýnir Zelensky og ríkisstjórn hans harðlega og telur að þá „vanti trú og virðingu fyrir trúararfleifð landsins.“
Á árlegum blaðamannafundi sínum í síðustu viku lýsti Vladimír Pútín banninu á úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni UOC sem „klárlegu broti á mannréttindum og réttindum trúaðra.“ Ríkisstjórnin hefur bannað kirkjuna með lögun sem tóku gildi í september. Hann sakar Úkraínu um að grafa kerfisbundið undan kirkjunni og sagði:
„Þetta er eins og vera tekinn af lífi með aftökusveit. Þessi kúgun mun fá afleiðingar fyrir núverandi forystu Úkraínu.“
Zelensky er trúleysingi
Pútín gagnrýni Volodymyr Zelensky og ríkisstjórn hans, sem hann lýsti sem trúleysingjum:
„Þetta fólk hefur enga trú, er guðlaust fólk, þetta eru þjóðflokka gyðingar. En hver hefur séð þá í synagógu? Þeir eru greinilega ekki rétttrúaðir vegna þess að þeir fara ekki í kirkju, ekki múslímskir vegna þess að þeir fara ekki í mosku.“
🇷🇺🇺🇦 Putin says the ethnic Jews who rule Ukraine are tearing the Orthodox Church apart:
— Keith Woods (@KeithWoodsYT) December 21, 2024
“These are people without any beliefs, godless people, they’re ethnic Jews"
“These are people without kin or memory, with no roots. They don’t cherish what we cherish and the majority of the… pic.twitter.com/fYwzjjGn6n
Rétttrúnaðarkirkjan bönnuð með nýjum lögum
Yfirvöld í Úkraínu hafa lokað kirkjum UOC, handtekið presta og segja kirkjuna vera njósnara og undirróðursmenn Rússa. Skiptir engu hvað prestar eða trúarsöfnuðir segja. Lög sem banna starfsemi UOC tóku gildi í september. Pútín segir lögin hreina kúgun gegn rétttrúnaðarkirkjunni.
Pútín segir aðgerðir stjórnvalda muni slá gegn þeim sjálfum:
„Meðlimir núverandi ríkisstjórnar Kænugarðs munu einn daginn flýja til fjarlægra landa og þeir munu ekki fara í kirkju heldur á ströndina.“