Håkan Bergmark, er fyrrum kafari og liðsforingi í sænska sjóhernum og kafaði meðal annars niður að Estoniu ferjunni á hafsbotni. Hér er hann með nýtt viðtal við Douglas Macgregor, þar sem aukin spenna í Úkraínustríðinu og í Miðausturlöndum eru til umræðu. Úkraína hefur hafið efnahernað gegn Rússlandi og Macgregor varar við mótaðgerðum Rússa.
Í upphafi viðtalsins ræddu þeir Bergmark og Macgregor um árás úkraínuhers á Kursk héraðið í Rússlandi. Douglas Macgregor segir að meira birtist af röngum fréttum eða hreinlega gabbi upp á síðkastið:
„Við erum að fá meira af villandi fréttum núna og venjulega þegar þú færð meira af gabbi og fáránlegum fullyrðingum byggðum á sandi, þá bendir það til þess að þú sért að nálgast endalok einhvers. Ég hef á tilfinningunni að við séum að nálgast endastöð á þessari hörmung í Úkraínu. Það virðist ekki vera þannig við fyrstu sýn en reyndar held ég að svo sé. Ég veit ekki hvernig það er hjá ykkur í Svíþjóð núna en í Bandaríkjunum líður okkur eins og við séum að fljúga á halastjörnu sem þeysir um geiminn án þess að vita raunverulega hver lokaáfangastaðurinn er. Við eigum við svo mörg vandamál að stríða hér heima. Það sem þú sérð gerast í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og á öðrum stöðum er líka á leiðinni hingað.“
Pútín hættir frekari samningaviðræðum við Úkraínu
Macgregor fer inn á trúverðugar heimildir varðandi heimskulega innrás Úkraínuhers í Rússland, þar sem þeir gerðu óbreytta borgara að skotmarki fyrir utan að drepa að minnsta kosti 80 landamæraeftirlitsverði og hermenn. Douglas Macgregor segir:
„Svo virðast sem þeir hafi ætlað sér að ráðast á kjarnorkuver í Kursk og það er auðvitað mikið áhyggjuefni að þeir virðast hafa miðað á kælikerfið, þó það virki eftir því sem ég best veit. Pútín forseti sagði í ræðu nýverið, að það yrðu engar samningaviðræður á þessum tímapunkti við Kænugarð. Alls engar. Þetta er afar mikilvæg þróun, því fram að þessu hefur Kreml gert mikið úr því, að þeir vilja gera málamiðlanir og bentu á atriði sem hægt væri að gera. Núna virðist Pútín hafa ákveðið að því sé lokið. Boðskapur hans er að Kænugarður sé að gera úkraínsku þjóðinni óbætanlegan skaða. Ég held að hann sé núna í þeirri stöðu að hann þurfi að slá til baka á afgerandi hátt.“
„Ég er ekki að tala um innrásina, hún er ekki mikið mál fyrir Rússa. Ég held að það sem gerðist þarna sé einfaldlega, að við fengum góðar gervihnattaupplýsingar um þá staði, þar sem voru mjög fáir rússneskir hermenn. Það voru op sem hægt var að komast í gegnum. Núna murka Rússar á kerfisbundinn hátt lífið úr þessum úkraínsku hersveitum sem eru þarna núna.“
Úkraína notaði efnavopn – Ný staða í stríðinu
Douglas Macgregor segir það grafalvarlegt mál og í raun nýja stöðu í Úkraínustríðinu, að Úkraínuher sé farinn að nota efnavopn tengdum venjulegum Nató skotfærum:
„Þetta er stórhættulegur hlutur. Við skulum fyrst af öllu skilja, að notkun efnavopna er bönnuð samkvæmt Genfarsáttmálanum. Mér virðist að þeir séu að nota klór, ég veit ekki hvaða önnur efni eru notuð. Klór er hryllilegur vegna þess að hann sekkur í jörðina og eyðileggur landbúnaðinn varanlega, eyðileggur umhverfið og er meðal þess versta sem ég get ímyndað mér. Þetta sem er í gangi er ný þróun sem við höfum ekki séð áður. Ég veit ekki hvernig Rússar ætla að bregðast við en ég held að þeir muni bregðast mjög harkalega við.“
17 sænskar herstöðvar undir stjórn Bandaríkjamanna
Håkan Bergmark upplýsti um þá staðreynd, að Svíþjóð hefur með hernaðarsamningi við Bandaríkin gert stóran hluta landsvæðis með 17 herstöðvum að bandarísku landsvæði:
„Fyrir utan að hafa gerts meðlimur í Nató, þá hefur Svíþjóð skrifað undir varnarsamning sem þýðir að Svíþjóð er að gefa eftir stóran hluta af landsvæði í formi 17 herstöðva í Svíþjóð sem verða bandarískt landsvæði núna samkvæmt samningnum. Til dæmis er helmingur eyjunnar Gotlands núna bandarískt hernaðarsvæði. Svíþjóð hefur gefist upp án þess að vera í stríði við Bandaríkin.“
Douglas Macgregor svaraði:
„Ég hef heyrt svipaða hluti frá vinum mínum í Finnlandi. Já, ég held að það eina sem ég get sagt við bæði Finna og Svía á þessu stigi er:
Velkomin í glæfralegt stríð Washington við Rússland.“
Hlusta má á þáttinn hér að neðan: