Zelinsky-stjórnin bannar rétttrúnaðarkirkju þjóðarinnar

Úkraínska þingið ákvað á þriðjudag að banna elstu kirkju landsins – úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna. Ástæðan er söguleg tengsl kirkjunnar við hið svo kallaða Moskvufeðraveldi. Kirkjubannið var samþykkt með miklum meirihluta þingmanna: 265 já-atkvæði gegn 29 nei.

Rétt er að benda á að úkraínska þingið, Verkhovna Rada, hefur 450 þingmannasæti og eru mörg þeirra tóm eftir að Zelensky forseti bannaði fjölda stjórnarandstöðuflokka sem hann sakaði um að vera vinveittir Rússum.

Zelensky fagnar

Eftir atkvæðagreiðsluna brutust út fagnaðarlæti á þingi. Úkraínuforseti gladdist yfir ákvörðun þingsins sem er alfarið í höndum hans eigin flokks. Zelensky sagði í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum:

„Í dag vil ég fagna starfi Verkhovna Rada! Lög hafa verið sett um trúarlegt sjálfstæði okkar.”

Volodymyr Zelenskyy hefur búið til sína eigin ríkiskirkju eftir þrýsting aðallega frá Bandaríkjunum: Rétttrúnaðarkirkjuna í Úkraínu. Hún er keppinautur rétttrúnaðarkirkjunnar, sem hefur verið við lýði í Úkraínu í þúsund ár, en hefur í gegnum tíðina verið undirgefin ættföðurnum í Moskvu.

Ögrandi bæn

En allir hlýða ekki hinni nýju trúarreglu Zelensky. Alla vega ekki munkarnir í Petherska-klaustrinu í Kænugarði. Þeir halda áfram að sinna helgisiðum sínum á sama hátt og forverar þeirra hafa gert í mörg hundruð ár.

Á síðasta ári leiddi það til átaka milli úkraínsku lögreglunnar og kristinna Úkraínumanna sem eru sakaðir um að tilheyra kirkju sem „leidd er frá yfirráðasvæði árásarríkisins.“

Margir prestar og munkar hafa verið handteknir vegna ásakana um landráð. Þar á meðal munkur handtekinn af öryggisþjónustunni, sakaður um að „ögra“ Úkraínu með bæn sinni í klaustrinu.

Fara efst á síðu