Tveir karlmenn samþykktir sem konur í Ólympísku hnefaleikunum – keppa gegn konum

Alþjóðaólympíunefndin hefur samþykkt að tveir hnefaleikakappar fái að keppa í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París þrátt fyrir að báðir hafi verið dæmdir úr leik á heimsmeistaramótinu í fyrra vegna þess að þeir eru líffræðilega karlkyns og með of hátt testesterónmagn.

Imane Khelif frá Alsír og Lin Yu-ting frá Taívan eru skráðir í 66 kg og 55 kg kvennaflokki. Þetta gerist þrátt fyrir, að báðir hafi verið dæmdir í keppnisbann af Alþjóða hnefaleikasambandinu eftir að hafa fallið á svokölluðum kynjahæfisprófum.

Khelif, sem keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó þar sem hann tapaði fyrir Kellie Harrington frá Írlandi í 8-liða úrslitum, var vísað úr keppni á IBA heimsmeistaramótinu í hnefaleikum í fyrra eftir að hafa komist í úrslit. Hnefaleikafélagið tilkynnti síðan að hnefaleikamaðurinn hefði ekki „uppfyllt hæfisskilyrði IBA.“

Upphaflega átti hann að mæta Yang Liu í 66 kg úrslitum og fjölmiðlar í Alsír greindu frá því, að Khelif væri dæmdur úr leik vegna mikils testósteróns. Yu-ting var einnig vísað úr keppni eftir að hafa unnið bronsleik gegn Svetlönu Kamenova Staneva.

Að leyfa þeim að taka þátt í hnefaleikakeppni kvenna hefur valdið uppnámi. Fyrrverandi heimsmeistarinn, Barry McGuigan, efast um ákvörðunina sbr. X hér að neðan:

Fara efst á síðu