Á meðan 6,6% einstaklinga með danskan ríkisborgararétt fá fyrir fram greiddan ellilífeyri, þá er talan meira en fjórfalt hærri meðal Íraka í Danmörku. Í aldurshópnum 50 ára og eldri verður talan sex sinnum hærri meðal Íraka miðað við danska ríkisborgara. Talan er einnig há hjá innflytjendum frá löndum þriðja heimsins.
Í maí 2024 fengu 243.077 manns í Danmörku fyrir fram greiddan ellilífeyri sem samsvarar 6,4% allra íbúa á aldrinum 18-67 ára.
Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós, að mikill munur er á innflytjendum eftir þjóðerni. Þannig er til dæmis fólk frá löndum Austur-Evrópu með umtalsvert lægra hlutfall fyrir fram greiddra eftirlauna en Danir á meðan hlutfallið er umtalsvert hærra hjá öðrum þjóðum.
Meðal einstaklinga með danskt ríkisfang fá 6,6 prósent á aldrinum 18-67 ára fyrirfram greidd eftirlaun. Talan er 29,2% hjá innflytjendum frá Írak og hjá innflytjendum frá fyrrverandi Júgóslavíu 25,3% og frá Tyrklandi 18,3%. Á lista með tíu efstu löndunum er Afganistan númer tíu með 14,8% sbr. mynd 1.
50 ára og eldri innflytjendur frá þriðja heiminum skera sig úr
Sérstaklega verður munurinn skýr á milli þjóða í aldurshópnum 50-67 ára. Í þessum aldurshópi fá til dæmis tveir af hverjum þremur innflytjendum frá Írak eða 66% fyrir fram greiddan ellilífeyri á meðan samsvarandi tala fyrir danska ríkisborgara er 11%. Önnur lönd eins og fyrri Júgóslavía, Líbanon og Afghanistan hafa einnig hátt hlutfall fyrir fram ellilífeyris eins og sjá má á mynd 2:
Tölurnar valda uppnámi í Danmörku
Tölurnar sem koma frá dönsku atvinnurekendasamtökunum hafa slegið niður eins og sprengja í Danmörku. Berlinski skrifar um málið og þar spyr Erik E. Simonsen, aðstoðarforstjóri dönsku atvinnurekendasamtakanna:
„Tölurnar eru sláandi. Af hverju erum við komin á þann stað þar sem tveir af hverjum þremur innflytjendum frá Írak fara á eftirlaun þegar þeir eru komnir yfir fimmtugt?“