Vopnin sem Bandaríkin senda til Úkraínu eru seld áfram og lenda meðal annars í höndum eiturlyfjahringja við landamæri Bandaríkjanna. Það fullyrðir Tucker Carlson í nýjum þætti (sjá X að neðan), þar sem hann ræðir við hermanninn Daniel Davis.
Það er lygi að Bandaríkin hafi gert Úkraínu sterkari segir Tucker Carlson. Hann segir að ríkasta fólkið sem sjáist í Evrópu í dag séu Úkraínumenn:
„Ég veit það, því ég ferðast mikið. Um síðustu helgi var ég á fundi á skíðasvæði í Ölpunum, sem er líklega dýrasta borg í heimi. Ég var ekki þarna til vera á skíðum en allur bærinn var úkraínskur. Allir gestirnir voru Úkraínumenn. Þeir rúlla inn… og eyða milljón dollara eftir hádegi. Þetta sést út um alla Evrópu, að ríkastir allra eru Úkraínumenn.“
„Þetta eru peningarnir okkar sem tilheyra mér og þér og öllum öðrum bandarískum skattgreiðendum.“
Stór hluti vopnanna seldur til eiturlyfjahringja
Og Tucker hefur fleiri staðreyndir:
„Þetta er engin tilgáta heldur staðreyndir. Úkraínski herinn selur mikinn hluta, allt að helming þeirra vopna sem við sendum þeim. Helminginn! Þetta er ekki neitt sem ég er að giska á. Ég veit að það er staðreynd og engar vangaveltur. Þeir selja vopnin og stór hluti þeirra endar hjá eiturlyfjahringjum á landamærum okkar. Það sem er að gerast er glæpur. Leyniþjónustur okkar gera sér fulla grein fyrir þessu.“
„Og enginn talar um þetta. Enginn Bandaríkjamaður virðist vita af þessu. Við erum að senda þessi vopn til Úkraínu. Hundruð milljarða dollara. Og þeim verður stolið og seld raunverulegum óvinum okkar. Eins og hvað í helv… ég er að reyna að blóta ekki. Hvað er þetta?“
Rich Ukrainians Are Laundering Our Money/Weapons to Drug Cartels pic.twitter.com/Js3QgXZvON
— Tucker Carlson Network (@TCNetwork) February 10, 2025