Tucker Carlson er til baka í Moskvu. Hann tók áður frægt viðtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og hefur núna einnig tekið viðtal við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sem verður birt innan skamms.
Tucker skrifar á X:
„Við erum til baka í Moskvu.“
Tucker Carlson segir:
„Stjórn Biden hefur ýtt Bandaríkjunum sífellt nær kjarnorkuátökum við Rússland sem hefur stærsta kjarnorkuvopnabúr heims.“
Tucker segir Bandaríkin eiginlega vera komin í stríð við Rússland, þar sem Úkraína skýtur langdrægum eldflaugum á Rússland með hjálp Vesturlanda. Tucker Carlson reynir að stöðva kjarnorku- og heimsstyrjöld eina ferðina enn.
Tucker Carlson segist hafa reynt að fá viðtal við Volodymyr Zelensky frá Úkraínu. En bandaríska sendiráðið í Kænugarði bannar Zelensky að tala við hann. Núna hefur hann tekið viðtal við Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands (á mynd).
„Við vorum að koma út eftir viðtalið. Það er mjög spennandi og verður birt fljótlega. Við vonum að þú fylgist með.“
We’re back in Moscow. Here’s why. pic.twitter.com/7FfBhcaIUu
— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) December 3, 2024