Tucker Carlson. Mynd © Gage Skidmore (CC 2.0)
Hefðbundnir fjölmiðlar – gamaldags fjölmiðlar – eru búnir að vera. Bandaríski blaðamaðurinn Tucker Carlson er alveg sannfærður um það. Lygarnar hafa gengið allt of langt.
Á ráðstefnu um Bitcoin ræddi hinn kunni blaðamaður Tucker Carlson meðal annars um gamaldags fjölmiðlana. Hann telur að þeir muni ekki lifa mikið lengur. Tucker sagði:
„Ég verð yfirleitt leiður þegar atvinnugreinar hrynja. Ég fagnaði alltaf kolanámumönnum. Þið skiljið. Fólk sem bjó til faxtæki. Ég hata breytingar. En hrun gamaldags fjölmiðlanna verður einn sá hamingjusamasti dagur í lífi mínu. Ég segi það sem einn sem eyddi lífi sínu hjá gamaldags fjölmiðlum. Ég er sonur manns sem gerði það sama. Ég hef verið þar í 55 ár.“
Að sögn Tucker Carlson hafa hlutirnir gengið svo langt í dag, að nánast allir sem vinna hjá gamaldags fjölmiðlum eru heimskir lygarar:
„Það er nánast enginn á þessum rásum sem er ekki heimskur og jafnframt lygari. Þeir eiga skilið að verða atvinnulausir. Enginn vill afurðina. Hver horfir á þennan skít?“
Tucker nefnir morðtilraunina á Donald Trump sem dæmi. Tucker Carlson útskýrir:
„Fólk fór ekki til hefðbundinna fjölmiðla til að fylgjast með þeim fréttum. Það segir allt sem þú þarft að vita. Þeir eru búnir að vera.“
Hér að neðan má sjá stuttan bút og þar fyrir neðan ræðu Tucker Carlson í heild: