„Trumpbolti“ með höfði Trumps leikinn á listasýningu gegn hatri

Á myndlistarsýningu í Los Angeles getur fólk mótmælt „útbreiðslu Donald Trumps á hatri“ með því að nota eftirlíkingu af höfði Trumps sem fótbolta og sparka á milli sín.

Um síðustu helgi var bolta sem leit út eins og höfuð Trumps sparkað um allt í Superchief myndlistasafninu í Los Angeles. Listagjörningurinn var skapaður af hópnum INDECLINE sem hóf gjörning með Trump fótboltanum fyrir fjórum árum, þegar hópurinn bauð fólki á landamærum Mexíkó að sparka í höfuð fyrrverandi forsetans.

Að sögn er tilgangurinn sá að mótmæla „hatri“ Trumps. Hópurinn segir:

„Frelsissparkið „Freedom Kick“ er áfrýjun til bandarískrar réttlætiskenndar sem leiks á milli tveggja andstæðra liða.“

Á annarri listsýningu í Los Angeles, í Subliminal Projects myndlistasafninu, er stytta af nöktum Trump með aflimuð kynfæri til sýnis. Þessar listsýningar eru haldnar aðeins fáeinum vikum eftir tvær morðtilraunir á Donald Trump.

Hér að neðan má sjá myndskeið frá Trumpboltaleik í Mexíkó frá 14. september 2020:

Fara efst á síðu