Trump: Vindmyllur eru bara fyrir þá sem verða ríkir af ríkisstyrkjum

Á þriðjudaginn hélt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, blaðamannafund á Mar-A-Lago, þar sem hann svaraði spurningum um ýmis mál varðandi seinna kjörtímabilið. Spurt var um afstöðu Trumps til grænu umskiptanna með uppbyggingu vindmylla út um allar jarðir. Trump lofar að binda endi á vindmyllufárið: „Þeir einu sem vilja vindmyllur eru þeir sem verða ríkir af öllum ríkisstyrkjum. “

Trump stefnir að því að skrifa undir framkvæmdaskipun gegn byggingu vindorku á fyrsta degi sínum sem forseti. Hann segir það vera rétta ákvörðun vegna þess að vindorkan er dýr, skaðleg umhverfinu og ógnar lífum dýra, til dæmis hvala. Þetta má bera saman við stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar sem ætlar að vinna að „breiðri sátt um lagaumgjörð vindorkunýtingar“ á Íslandi. Valkyrjurnar gerðu betur að fylgja Trump sem segir:

„Við höfum þá stefnu að byggja engar vindmyllur.“

Vindmyllur eru óþrif í umhverfinu

Forsetinn var ekkert að skafa af hlutunum enda ekki hans siður að vera með innantómar langlokur um málin. Trump sagði að enginn vilji í raun og veru búa nálægt vindmyllum eða hafa þær – hvorki á landi eða í sjónum með fram ströndinni. Trump hélt áfram:

„Vindmyllurnar eru óþrif í landinu okkar. Þetta er eins og að henda pappír, eins og að henda rusli á tún og með tímanum breytast þær í rusl.“

Ó, við elskum vindinn

Hann gagnrýndi umhverfisverndarsinna sem aðhyllast vindmyllur og sagði að orð þeirra hljómi oft fallega en að á endanum verða vindmyllurnar bara yfirgefnar og ryðga:

„Það er ótrúlegt hvernig sannur umhverfissinni segir: „Ó, við elskum vindinn“ en þar endar það. Eftir tíu ár þarf að endurnýja vindmyllurnar og það sem gerist er að það verður ekki gert. Þær eru þá látnar standa og ryðga. Þeir segja að ekki sé hægt að urða spaðana, því þeir séu úr ákveðinni tegund trefjaplasts. Svo hvað á að gera við þá?“

Þeir einu sem vilja vindmyllurnar eru þeir sem verða ríkir á þeim

Samkvæmt Bandaríkjaforseta er það bara græni iðnaðurinn sem vill fá þessar vindmyllur, vegna þess að þær græða svo gríðarlega mikið á öllum ríkisstyrkjum til orkuumskiptanna:

„Þetta er dýrasta orka sem til er. Hún er einungis nýtt ef þeir fá ríkisstyrk. Þeir einu sem vilja þetta eru þeir sem verða ríkir á vindmyllum með því að fá risastyrki frá bandarískum stjórnvöldum.“

Heyra má álit forsetans frá blaðamannafundinum á þriðjudaginn á myndskeiðinu hér að neðan:

Hér að neðan má sjá fyrsta þátt í samantekt sænska miðilsins Samnytt um vindmyllurnar:

Fara efst á síðu