Trump vill að herinn verði tilbúinn á kjördag gegn „vinstri hálfvitum“

CNN greinir frá því, að Donald Trump segir að hugsanlega þurfi að nota herinn til að takast á við „innri óvini“ á kjördag.

Trump ræddi um ógnina sem stafar af „róttækum vinstri sinnuðum hálfvitum“ í viðtali við Fox og segir þá séu stærra vandamál en erlendar ógnir og taldi upp bæði Rússland og Kína:

„Ég held að stóra vandamálið séu óvinir innan frá. Við erum með mjög slæma einstaklinga. Við erum með veikt fólk. Róttæka vinstri öfgamenn.“

Hann bætti við:

„Það verður samt auðvelt að meðhöndla ástandið með aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins ef þörf krefur.“

Trump vísaði á sama tíma á bug áhyggjum af því að eigin kjósendur myndu valda vandræðum á kjördag 5. nóvember. Spurður hvort hann búist við ringulreið frá stuðningsmönnum sínum svaraði Trump:

„Nei, það held ég ekki – ekki af hálfu þeirra sem kjósa Trump.“

Kosningateymi Kamala Harris, varaforseta, bregst harkalega við ummælum Trumps. Er því haldið fram að þessi ummæli Trumps séu „enn ein sönnun þess að hann ætli sér að ræna ótakmörkuðum völdum“ ef hann vinnur kosningarnar.

Fara efst á síðu