Trump var búinn að vara við eldhættu í Los Angeles

Forðast hefði mátt eldana sem núna geisa í Los Angeles. Donald Trump, nýkjörinn forseti, gagnrýnir Gavin Newsom, demókratískan ríkisstjóra í Kaliforníu harðlega.

Í þessari viku hafa hrikalegustu skógareldar í Los Angeles í nútímanum kostað að minnsta kosti fimm mannslíf og 130.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín.

Donald Trump, sem sver embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna eftir nokkra daga, hefur lengi gagnrýnt Gavin Newsom fyrir skort á forvarnarstarfi til að fyrirbyggja elda eins og geisa núna.

Trump gagnrýndi þegar 2019, hvernig Newsom höndlaði endurtekna skógarelda í ríkinu. Svar ríkisstjórans var að Trump tryði ekki á loftslagsbreytingar. Sannleikurinn er sá, að stjórnarstefna demókrata í Kaliforníu hefur leitt til vanrækslu á hreinsun skóga ásamt fækkun vatnsbirgða í ríkinu. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að tryggingafyrirtæki neita að tryggja hús á áhættusvæðum og margir þeirra sem misst hafa heimili sín í brununum núna standa uppi eignalausir og heimilislausir án þess að fá skaðann bættan. Ekki bætir heldur að Biden skilur eftir tóma hamfarasjóði ríkisins fyrir landsmenn sína að Trump meðtöldum.

Árið 2019 hótaði Trump einnig að stöðva alríkisfjármögnun til Kaliforníu ef umbætur yrðu ekki gerðar á skógræktardeild ríkisins.

Þegar eldarnir geisa enn og aftur í Kaliforníu, flytur Trump nýja gagnrýni á Newsom, sem hann hefur kallað „Newscum“:

Síðast þegar Trump fjallaði um ástandið í Kaliforníu var þegar hann var gestur hjá Joe Rogan fyrir kosningarnar:

Fara efst á síðu