Donald Trump skóf ekkert af orðunum, þegar hann gagnrýndi „loftslagsógnina“ í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann sagði: „Þetta eru stærstu svik sem heimurinn hefur nokkurn tímann orðið vitni að.“
Á þriðjudaginn talaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðu sinni fjallaði hann meðal annars um loftslagsmálin. Og hann var ekkert að hlífa sölumönnum hamfarahlýnunar í gagnrýni sinni.
„Áður var talað um kólnun jarðar. Þeir sögðu að kólnun jarðar myndi kála heiminum. Við verðum að gera eitthvað! Svo sögðu þeir að hlýnun jarðar myndi kála heiminum. En svo fór að kólna. þannig að núna kalla þeir þetta bara loftslagsbreytingar. Þannig eru þeir réttu megin. Hvort sem hitinn fer upp eða niður, sama hvað gerist, þá eru það loftslagsbreytingar!
– Þetta eru stærsta svik sem heimurinn hefur nokkurn tímann orðið vitni að.“
Hann benti á að þær spár sem Sameinuðu þjóðirnar og hamfarahlýnunarsinnar hafa gert, hafa reynst rangar. Og hann varaði löndin í Evrópu við:
„Ef þið leggið ekki þessa grænu svikamyllu að baki, þá mun löndum ykkar mistakast.“