Bandaríkin ættu ekki að taka þátt í Úkraínustríðinu, segir Donald Trump (sjá YouTube að neðan).
Donald Trump staðfesti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu að til væri rauð lína sem þýddi að hann yfirgæfi friðarviðræðurnar um Úkraínu. Hann vildi þó ekki segja hvar mörkin væru.
Að sögn Trumps eru „stór egó“ viðriðin samningaviðræðurnar:
„En ég held að eitthvað muni gerast. Ef það gerist ekki, þá bakka ég til baka og þá geta þeir haldið áfram. Þetta var evrópsk staða sem hefði átt að vera áfram evrópsk staða. En fyrri stjórnin taldi mjög ákveðið að við ættum að skipta okkur af málunum og við tókum þátt í þessu, miklu meira heldur en Evrópa …“
Bandaríkjaforseti kennir Biden-stjórninni um að hafa dregið Bandaríkin inn í málefni sem Bandaríkin hefðu aldrei átt að koma nálægt. Hann segir stríðið vera blóðbað og segir fjöldadrápin vera „skömm.“
„Þess vegna er þetta ekki okkar stríð. Þetta er ekki mitt stríð. Við höfum komið okkur í eitthvað sem við hefðum ekki átt að taka þátt í. Við hefðum haft það miklu betra, allt saman hefði getað verið miklu betra, því það getur ekki orðið mikið verra. Þetta er algjört rugl. Þetta er dauðagildra.“