Trump: Það þurfti bara alvöru forseta til að koma hlutunum í verk

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpar sameiginlegan fund öldungar- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í Washington 4. mars. Að baki honum eru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna og Mike Johnson forseti Bandaríkjaþings.

Í gærkvöldi hélt Donald Trump 99 mínútna langa ræðu á sameiginlegum fundi beggja deilda Bandaríkjaþings. Í ræðunni sagði hann meðal annars að hann gæti ekkert gert til að fá demókrata til að standa upp og klappa fyrir honum. Þeir myndu ekki einu sinni gera það þótt hann hefði fundið lækningu við mannskæðasta sjúkdómi sögunnar. EKKERT skiptir máli: „Þeir munu ekki gera það, sama hvað.“

Að sögn stjórnmálafræðingsins Glenn Diesen fögnuðu demókratar aðeins, þegar Trump sagði þeim hversu mörgum milljörðum Joe Biden hefði eytt í Úkraínustríðið. Donald Trump benti einnig á að stjórnmálin gætu verið mjög öflug. Það þyrfti ekki mikið af reglugerðum til að gera hlutina. Allt sem þarf er rétti leiðtoginn:

„Fjölmiðlar og vinir okkar í Demókrataflokknum sögðu sífellt: „Við þurfum nýja löggjöf, við verðum að hafa löggjöf til að hægt sé að tryggja landamærin. En það kom í ljós, að það eina sem í raun vantaði var nýr forseti.“

Hér að neðan má heyra alla ræðu forsetans.

Fara efst á síðu