Trump segir það FALSFRÉTT að Bandaríkjastjórn hafi leyft Úkraínu að gera árásir á Rússland

Friðarviðræður ganga hægt fyrir sig og stríðið í Úkraínu heldur áfram og vindur enn frekar upp á sig. Í dag segir í frétt WSJ að stjórn Trumps hafi „í hljóði aflétt verulegum takmörkunum“ á notkun á langdrægum eldflaugum frá Vesturlöndum til árása djúpt inni á rússnesku yfirráðasvæði. Samkvæmt þessari „stefnubreytingu“ þá hafa Volodymyr Zelensky og hershöfðingjar hans hafið árásir með breskum Storm Shadow eldflaugum á Rússland.

Wall Street Journal greinir frá (á bak við greiðsluvegg):

„Bandarískir embættismenn sögðu á miðvikudag, að stjórn Trumps hefur aflétt lykiltakmörkun á notkun Úkraínu á ýmsum langdrægum eldflaugum frá bandamönnum Vesturlanda, sem gerir Kíev kleift að auka árásir á skotmörk innan Rússlands og auka þrýsting á Kreml.“

Stjórnvöld í Kíev hafa skotið breskum Stormskuggum, Storm Shadow eldflaugum, á rússneska sprengiefna- og eldsneytisverksmiðju í Brjansk og sögðu að um væri að ræða „vel heppnaða árás sem komst í gegnum rússneskar loftvarnir.“

Wall Street Journal segir stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar auka verulega við stuðning Vesturlanda við Úkraínu sem núna notar háþróuð vopn frá Vesturlöndum til að ráðast á hernaðarleg skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Blaðið hefur eftir „embættismönnum” að verið sé að gefa Úkraínu meiri sveigjanleika til að sporna gegn rússneskum árásum.

FALSFRÉTT!

Forseti Trump svaraði frétt The Wall Street Journal síðar á miðvikudag á Truth Social:

„Frétt Wall Street Journal um samþykki Bandaríkjanna fyrir því að Úkraínu megi nota langdrægar eldflaugar djúpt inni í Rússlandi eru FALSFRÉTTIR! Bandaríkin hafa ekkert með þessar eldflaugar að gera, hvaðan sem þær koma, eða hvað Úkraína gerir við þær!“

Fara efst á síðu