Bandaríkjastjórn undir forystu Donalds Trumps forseta undirbýr núna forsetatilskipun til að refsa þeim bönkum sem segja upp viðskiptavinum sínum á grundvelli stjórnmálaskoðana.
Wall Street Journal greinir frá því að ný forsetatilskipun sé í vinnslu. Stjórnmálaleg mismunun hefur bitnað á mörgum, sérstaklega íhaldsmönnum, á undanförnum árum, þegar bankareikningar hafa verið frystir og lokaðir og lokað fyrir möguleika til að taka við framlögum eða taka þátt í auglýsinganetum.
Tilskipunin myndi fyrirskipa eftirlitsaðilum að rannsaka hugsanleg brot á lögum um jafnrétti við lántöku, brot á samkeppnislögum eða lögum um fjárhagslega vernd neytenda af hálfu fjármálastofnana.
Verði tilskipunin undirrituð fljótlega gæti hún tekið gildi þegar á næstu dögum og veitt eftirlitsaðilum heimild til að sekta banka og beita agaviðurlögum gegn þeim sem brjóta gegn reglunum.
Forsetatilskipunin miðar einnig að því að afnema stjórnarhætti sem gætu hafa leitt til þess að bankar slíta tengslum við ákveðna viðskiptavini og verður yfirvöldum falið að endurskoða starfshætti banka sem ábyrgjast lán þeirra.

Vókaður kapítalismi
Í janúar síðastliðnum sakaði Donald Trump bæði JPMorgan Chase og Bank of America um að neita íhaldssömum viðskiptavinum bankaþjónustu en bankarnir neita því.
Repúblikanar á þingi hafa einnig sakað banka um að stunda „vókaðan kapítalisma“ með því að slíta samstarfi við vopnaframleiðendur, fyrirtæki sem framleiða jarðefnaeldsneyti og önnur fyrirtæki sem talin eru tengjast hægri vængnum.
Stjórn Trumps vinnur á virkan hátt að alhliða umbótaáætlun sem miðar að því að breyta reglum fyrir fjármálastofnanir til að stuðla að efnahagsvexti og hvetja til nýsköpunar.