Trump neyðir glóbalistana til að þverbremsa

Bandarískir banka- og fjármálarisar hætta hver á fætur öðrum samstarfi í loftslagsmálum áður en Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna, segir í frétt Dagens Industri. Banki eftir banka draga sig úr loftslagsverkefnum. Það er afleiðing þess að Donald Trump vann forsetakosningarnar. Hagfræðingurinn Micael Hamberg segir í nýjasta efnahagsþætti Swebbtv (sjá að neðan): „Það er svo mikið sem er að gerast áður en Trump tekur við embætti.“

Þeir Mikael Willgert og Micael Hamberg ræða meðal annars um hvernig bandarískir bankarisar eru núna að hætta við loftslagsverkefnin.

Mikael Willgert: „Núna er banki eftir banka að draga sig úr.“
Micael Hamberg: „Þetta eru allir stóru bandarísku bankarnir.“

Allt er þetta vegna „Trump-áhrifa“ samkvæmt Dagens Industri. Micael Hamberg segir í Swebbtv:

„Öll þessi græna hreyfing sem hefur verið lögð áhersla á, hér sjáum við útkomuna þegar þessir stóru bankar fara. Ég er svolítið hissa. Kosningasigur Trump hefur haft svona skjót áhrif, það kemur mér svolítið á óvart. Það er svo margt að gerast nú þegar, áður en hann tekur við embætti.“

Sænskir ​​bankar gætu líkað byrjað að draga sig úr loftslagsverkefnum. Hamberg heldur áfram:

„Það sem er svo ótrúlegt er hversu hratt hlutirnir snúast. World Economic Forum, sem þóttist vera svo ótrúlega sterkt og leiðir allan heiminn, snýst algjörlega við á örfáum mánuðum. Það er heillandi. Vð hjá Swebbtv höfum margoft gagnrýnt WEF harðlega. Og þessir stóru bankar núna, þeir fylgja hvert vindurinn blæs sem skipt hefur um vindátt og blæs núna í áttina að Trump. Þeir hafa verið snöggir að skipta um stefnu.“

Mikael Willgert telur að „brestirnir í loftslagssvindlinu séu byrjaðir að koma í ljós.“

Fara efst á síðu