Trump mun ekki senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu – falsfréttir í gangi

Eins og sagt hefur verið frá í fréttum, þá tilkynntu Donald J. Trump Bandaríkjaforseti og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, nýtt frumkvæði á mánudaginn 14. júlí um að senda vopn framleidd í Bandaríkjunum til Úkraínu sem Nató-ríki í Evrópu borguðu fyrir.

Þetta olli mikilli spennu um alla álfuna og falsskýrslur frá „nafnlausum heimildum“ voru settar í umferð til að rugla skilning almennings á málunum sjá dæmi hér að neðan:

Í gær skýrði Trump frá því að hann ætli ekki að útvega stjórninni í Kíev langdrægar JASSM eldflaugar, sem fara allt að 800 km og gætu náð til Moskvu og annarra skotmarka djúpt inni í Rússlandi. Þetta kemur í kjölfar þess að hann hefur einnig sagt að úkraínski herinn ætti EKKI að ráðast á rússnesku höfuðborgina.

Telegraph greindi frá því að Donald Trump hefði útilokað að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu, eftir að fréttum var dreift um að Bandaríkjaforseti íhugi að láta Úkraínu fá vopn sem hægt væri að nota til árásar á Moskvu. Aðspurður á þriðjudag hvort Bandaríkin myndu afhenda Úkraínu langdrægar eldflaugar sagði Trump:

„Nei, við sækjumst ekki eftir því. Úkraína á ekki að ráðast á rússnesku höfuðborgina.“

Í símtali við BBC á þriðjudag sagði Trump að hann væri „vonsvikinn en ekki búinn með Pútín.“ Trump sagði:

„Ég hélt að við hefðum gert samning fjórum sinnum, svo þegar heim er komið þá sér maður að hann réðst á hjúkrunarheimili og annað í Kænugarði.“

Tvær fylkingar eru að myndast í Evrópu eftir því hvaða lönd hyggjast greiða fyrir bandarísk vopn sem afhena á stjórninni í Kænugarði. Evrópulönd sem hafa hingað til samþykkt að greiða fyrir vopnin:

Þýskaland Eins og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Nató benti á, þá hefur Þýskaland fjárfest gríðarlega í stuðningi við Úkraínu

Bretland og Holland Þessi lönd eru alltaf nefnd sem ríki sem vilja kaupa bandarísk vopn fyrir Úkraínu.

Norðurlöndin: Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland) eru einnig hluti af fjármögnunarverkefninu.

Hins vegar hafa margar mikilvægar Evrópuþjóðir hingað til hafnað áætlun Bandaríkjanna og Nató – og óvænt eru nokkrir af helstu bandamönnum Bandaríkjanna í Evrópu á þessum lista:

Frakkland Emmanuel Macron forseti fjárfestir til að efla varnarmálaiðnaðinn í Evrópu með því að kaupa innlend vopn.

Ítalía Giorgiu Meloni, bandamaður Trumps, hefur einnig afþakkað þátttökuna í kaupum á bandarískum vopnum fyrir Úkraínu. Hún vísar einfaldlega til skorts á tiltækum fjármunum fyrir verkefnið.

Tékkland Eitt af löndunum sem neita að taka þátt í áætluninni.

Ungverjaland Stjórn Viktors Orbáns hefur einnig hafnað samningnum vegna þess að þau vilja frið í Úkraínu.

Slóvakía og Slóvenía Eru einnig á lista yfir þau lönd sem munu ekki fjármagna kaup á bandarískum vopnum fyrir Úkraínu.

Trump hefur gefið Pútín og ríkisstjórn Rússlands 50 daga til að binda enda á stríðið.

Fara efst á síðu