Trump lofar að útrýma vókisma úr bandarískum söfnum: Við ætlum ekki leyfa þessu að viðgangast

Forsetinn nefndi sérstaklega Smithsonian-safnið, sem hann kallaði alvarlega „stjórnlaust“

Forsetinn gagnrýndi söfn landsins fyrir að gera lítið úr bandarískum afrekum og í stað þess leggja áherslu á vók hugmyndafræði, sem ófrægir ímynd Bandaríkjanna:

„Söfn í Washington DC, og reyndar um allt landið, eru síðasta athvarf vókismans. Smithsonian-stofnunin er ALGJÖRLEGA STJÓRNLAUS, allt þar snýst um hversu hræðilegt landið okkar er, hversu slæmt þrælahald var og hve undirokaðir hinir kúguðu hafa verið [æ síðan] – ekkert um árangur, ekkert um bjartsýni, ekkert um framtíðina. Við ætlum ekki að leyfa þetta, og ég hef gefið lögfræðingum mínum fyrirmæli um að skoða söfnin og hefja nákvæmlega sama ferli til að útrýma vókisma og við hófum í háskólum og framhaldsskólum, þar sem gríðarlegar framfarir hafa náðst. Þetta land má ekki vera VÓK, því „WOKE ER BROKE“ – VÓK ER GJALDÞROTA. Við eigum höfum „ÆÐISLEGASTA“ land í heimi, og við viljum að fólk tali um það, þar á meðal söfnin okkar.“

Trump-stjórnin hefur gert ráðstafanir til að uppræta vinstri hugmyndafræði og sögulegar rangfærslur úr stofnuninni. Í bréfi til Smithsonian var framkvæmdastjóra safnsins tilkynnt að stjórn Trumps muni framkvæma „ítarlega innri endurskoðun á völdum Smithsonian söfnum og sýningum“ til að uppfylla tilskipun Trumps „Að endurheimta sannleika og skynsemi í bandarískri sögu“.

„Markmið okkar er að Smithsonian-safnið sé staðreyndamiðað, fræðilegt og sögulega traust,“ segir í tilkynningu með fyrirskipuninni. Eins og er, hampar Smithsonian safnið oft öfgakenndu hugmyndafræðilegu efni, kynjafræði og LGBT-áróðri, eða róttækri endursögn á atburðum eins og COVID-faraldrinum eða Black Lives Matter hreyfingunni. „Þessi áætlun miðar að því að tryggja samræmi við fyrirmæli forsetans um að fagna bandarískri snilld, fjarlægja sundrandi eða hlutdrægar frásagnir og endurbyggja traust á sameiginlegum menningarstofnunum okkar“ og endurskoðunin „byggir á virðingu fyrir mikilvægu hlutverki Smithsonian og ótrúlegu framlagi þess. Forsetinn, með þessari tilskipun, vill „styðja við víðtækari sýn… sem undirstrikar sögulega nákvæmar og uppbyggilegar lýsingar á arfleifð Bandaríkjanna.“

Stjórn Trumps hefur einnig beint sjónum að vinstri hugmyndafræði sem gegnsýrir háskóla og framhaldsskóla.

Í febrúar sl. gaf Trump skólum og háskólum um allt landið tvær vikur til að útrýma umdeildum fjölbreytni-, jafnréttis- og inngildingarskemum (DEI), eða þeir ættu á hættu að missa alríkisfjármögnun. Menntamálaráðuneytið skipaði skólum sérstaklega að hætta að beita kynþáttafordómum í inntökum nemenda, fjárhagsaðstoð, ráðningum eða á öðrum sviðum.

Trump hefur einnig fyrirskipað skólum að kennsla og umræða varðandi kyn verði að byggjast á raunveruleika, ekki róttækri kynjafræði. Sem dæmi um fylgni við þessar fyrirskipanir, er Pennsylvaníuháskóli (University of Pennsylvania), sem samþykkti að svipta „trans“einkennandi sundmanninn Lia Thomas titlum sem hann vann í kvennaliðinu.“

Íris Erlingsdóttir er fjölmiðlafræðingur

Fara efst á síðu