Trump er ekki ýkja hrifinn af Kamala Harris. (Mynd Hvíta Húsið © Gage Skidmore CC 2.0)þ
Möguleiki er á því að Kamala Harris, varaforseti Biden, verði frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Donald Trump hefur ekkert sérstakt álit á henni sem stjórnmálaandstæðingi, heldur segir Kamillu vera „bilaða“ og „geggjaða.“
Trum lét þessi orð falla á kosningafundinum í Michigan, sem er sá fyrsti eftir að Trump samþykkti formlega útnefningu Repúblikanaflokksins.
Segir mikið hvernig fólk hlær
Trump sagði:
„Ég kalla hana hlæjandi Kamala. Hefurðu séð hana hlæja? Hún er biluð. Þið vitið, að það er hægt að segja mikið um fólk eftir því hvernig það hlær. Nei, hún er biluð, hún er geggjuð, en ekki eins klikkuð og Nancy Pelosi.“
Á stjórnmálaferli sínum hefur Trump skreytt pólitíska andstæðinga sína með ýmsum gælunöfnum og nafngiftum. Til dæmis hefur Joe Biden fengið gælunöfnin „Slappi Joe“ og „Sofandi Joe,“ Hillary Clinton hefur oft verið lýst sem „Svika-Hillary“ og Bernie Sanders hafa verið kallaðir „Brjálaði Bernie.“
Jafnvel flokksbræður hans, sér í lagi svo kallaðir RINOS (Republican in name only), hafa fengið sinn hlut úr sleifinni og hefur Trump því bæði verið gagnrýndur og samtímis hylltur fyrir harðan og áhrifamikinn umræðustíl.
„Ég er kona sem sit við borð klædd í blátt og er titluð hún“
Frumkvöðullinn Elon Musk, sem nýlega lýsti opinberlega yfir stuðningi sínum við Trump gefur heldur ekki mikið fyrir Kamölu Harris. Hann skrifar á X um Harris, þar sem hún heldur fund með andlitsgrímu og finnur sig knúna til að koma með þessa yfirlýsingu:
„Ég er Kamala Harris, kölluð hún til hennar og ég er kona sem sit við borð klædd í blátt.“
„Ímyndaðu þér fjögur ár af þessu,“ skrifar Musk.
Harris er almennt talinn vera umtalsvert lengra til vinstri en Joe Biden og er virk í málum varðandi LGBTQ, minnihlutahópa, fjöldainnflytjendur, fóstureyðingar, femínisma, lægri refsingar og fíkniefnaneyslu.