Donald Trump yngri sonur Donald Trump segir, að það sem sé að gerast hjá demókrötum núna með afsögn Joe Biden „það er ekki lýðræði – heldur fákeppni.“
Í lok júní skrifuðu demókratar, að Joe Biden væri „sigurvegarinn“ í kappræðunum gegn Donald Trump. Biden myndi ekki segja af sér.
En núna á Biden að segja af sér sem var tilkynnt með bréfi á X 21. júlí s.l.
Donald Trump júníor telur að ekki sé um raunverulegt lýðræði að ræða hjá demókrötum. Hann skrifa á X, að það séu auðugir milljarðamæringar sem styðja demókrataflokkinn sem muni ákveða hver verður forsetaframbjóðandi demókrata. Hann merkti með myllumerkinu „EndOligarchy“ bindið enda á fákeppnina:
„Allt í sambandi við afsögn Biden eru hróp ríkra ólígarka sem stjórna Demókrataflokknum. Ef þeir létu sig lýðræðið einhverju skipta, þá myndu ekki Clinton hjónin og milljarðamæringar sem styrkja flokkinn velja frambjóðandann. Kjósið Trump! Fjögur ár í viðbót munu laga efnahagsástandið og binda enda á stríðin. Berjist fyrir frelsi, ekki fákeppni.“