Trump íhugar að veita Evrópubúum flóttamannahæli vegna ritskoðunar og íbúaskipta

Stjórn Trumps er að endurhanna flóttamannakerfið Bandaríkjunum. Meðal annars munu Bandaríkin opna á flóttamenn frá ESB sem búa við ritskoðun og íbúaskipti vegna fjöldainnflutnings.

Samkvæmt New York Times eru áætlanirnar tilraun til að endurhanna flóttamanakerfið þannig að útsettir hópar sem eru taldir eiga auðveldara með að aðlagast Bandaríkjunum en aðrir fái greiðari aðgang.

Evrópubúar eru í forgangi sem:

„hafa verið skotmörk vegna þess að þeir hafa lýst friðsamlegum skoðunum á netinu, svo sem andstöðu við hömlulausan fjöldainnflutning eða stuðningi við „popúlíska“ stjórnmálaflokka.“

Nýju tillögurnar – sem gerðar voru af utanríkis- og innanríkisráðuneytinu eftir að forsetinn fyrirskipaði endurskoðun – fela einnig í sér kröfur um kennslu á „amerískri sögu og gildum.“ Í einu skjalanna segir:

„Mikil aukning fjölbreytileika hefur dregið úr félagslegu trausti sem er nauðsynlegt fyrir lýðræðisleg stjórnmál til að virka. Stjórninni er ráðlagt að taka aðeins á móti flóttamönnum sem geta aðlagast að fullu og á viðeigandi hátt og sem eru í samræmi við markmið forsetans.“

Stjórnin vill einnig takmarka endurbyggingu á svæðum þar sem margir innflytjendur búa nú þegar og láta bandarísk sendiráð, frekar en Sameinuðu þjóðirnar, ákveða hverjir fái stöðu flóttamanns.

Samkvæmt skjölunum á að lækka hámarkið á flóttamönnum niður í 7.500 á næsta ári – úr 125.000 í tíð Joe Biden. Hluti af tillögunum eru þegar komnir í gang, eins og að forgangsraða hvítum Afríkubúum frá Suður-Afríku. Thomas Pigott, talsmaður utanríkisráðuneytisins, segir að

„það ætti ekki að koma neinum á óvart að utanríkisráðuneytið sé að innleiða forgangsröðun kjörins forseta sem byggir á hagsmunum bandarísks almennings.“

Fara efst á síðu