Donald Trump var boðið að halda ræðu í kvöldverðarboði til minningu um Alfred E. Smith, í New York borg fimmtudagskvöld. Kvöldverðarboðið er árleg söfnunarherferð kaþólsku kirkjunnar og velefnaðir mæta á fundinn og stjórnmálamenn frá báðum flokkum. Sérstakir gestir eru forsetaframbjóðendur en Kamala Harris valdi að mæta ekki en sendi skilaboð á myndbandi. Erkibiskup New York býður til fundarins sem er haldinn þriðja fimmtudag októbermánaðar árlega.
Næstur ræðupúltinu var þingforseti meirihluta öldungadeildarinnar, demókratinn Chuck Schumer sem fékk væna sleif af öllum þeim bröndurum sem Trump sagði „Ef það gengur illa fyrir þér áttu samt alltaf þann möguleika að geta orðið fyrsti kvenlegi forseti Bandaríkjanna.“ Trump tók það fram, að aðrir hefðu samið brandarana. Trump sagði að vænst væri til þess að hann segi brandara um sjálfan sig og sagði:
„Því miður hef ég ekkert að koma með, ég sé bara engan tilgang í að skjóta á sjálfan mig á meðan aðrir eru að skjóta á mig.“
Trump ræddi um aðdáendaklúbb Kamala Harris „Hvítu strákana“ og sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af þeim:
„Það er allt í lagi með þá, því eiginkonur þeirra og elskhugar þeirra munu kjósa mig.“
Trump gerði stólpagrín að slaufumenningu demókrata og sagði:
„Ég var vanur að segja að demókratar væru fábjánar að segja að karlmenn gætu farið á túr. En svo hitti ég Tim Waltz.“
Hér að neðan eru nokkur einstök dæmi úr ræðu Trumps og neðst er öll ræða hans á myndbandi.
Hér er öll ræða Trumps: