Trump: Glóbaliztar Evrópu spilla fyrir friðarferli Rússlands og Úkraínu

Trump veit mætavel hverjir hinir fölsku vinir eru

Litlar eða engar hreyfingar eru fram á við í friðarferli Rússlands og Úkraínu eftir hinn sögulega fund Donald J. Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Putin í Alaska. Litið til fjölmiðla þá hrína glóbalízkir þjóðhöfðingjar í Evrópu í sífellu, að Bandaríkin beiti Moskvu frekari viðskiptaþvingunum og tollum.

En Bandaríkjaforseti veit mætavel að þessir sömu blaðamenn og stjórnmálamenn vinna öllum stundum að því að grafa undan og spilla fyrir friðarmöguleikum.

Axios greindi frá:

„Háttsettir embættismenn Hvíta hússins telja að sumir evrópskir leiðtogar segist opinberlega styðja viðleitni Trumps forseta til að binda enda á stríðið í Úkraínu, en reyni á sama tíma að eyðileggja friðarumleitanir á bak við tjöldin eftir Alaska-fundinn.“

Tveimur vikum eftir ráðstefnuna í Anchorage kenndi stjórn Trumps evrópskum „bandamönnum“ um skort á framförum, en ekki Trump eða jafnvel Putin. Embættismenn Hvíta hússins eru að missa þolinmæðina gagnvart evrópskum leiðtogum, sem þrýsta á Úkraínu að halda út með óraunsæjar hugmyndir um landssvæði frá Rússum.

Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sagði við Axios:

„Evrópumenn fá ekki að draga þetta stríð á langinn með óraunsæjum bakdyravæntingum um að Bandaríkin beri kostnaðinn. Ef Evrópa vill stigmagna þetta stríð, þá er það undir þeim komið. En þeir munu einungis næla í ósigur úr faðmi sigursins.“

Trump teymið telur að Evrópumenn séu að þrýsta á Volodymyr Zelensky að bíða eftir „betri samningi“ — samtímis og Rússland sækir hraðar fram og varnir Úkraínu eru á barmi þess að hrynja. Embættismaður Hvíta hússins sagði:

„Að ná samningi er list hins mögulega. En sumir Evrópumenn halda áfram að starfa fjarri raunheimi og hunsa þá staðreynd að það þarf tvo til að dansa tangó. […] Við ætlum að halla okkur aftur og horfa á. Leyfum þeim að stríða um stund og sjáum hvað gerist.“

Margir bandarískir embættismenn telja að glóalízkir leiðtogar Evrópu sé megin hindrun fyrir friði.

Fara efst á síðu