Trump: Fjöldainnflutningurinn er að fara með Evrópu til fjandans

Auk gagnrýni á græna svindlið, þá notaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna einnig tækifærið til að gagnrýna ESB fyrir hömlulausan fjöldainnflutning sem hann segir að sé að fara með álfuna til helvítis.

Trump forseti notaði ræðutíma sinn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York borg á þriðjudag, til að gagnrýna starfsbræður sína fyrir veikleika og getuleysi í innflytjendamálum, orkumálum og mörgum stríðum um allan heim sem hann hefur tekið þátt í að binda enda á.

    Trump sagði leiðtogum heims að taka sig á og fylgja fordæmi hans í stjórnmálum sem hefði meðal annars fært Bandaríkjunum nýja „gullöld.“ Ástandið var eins og leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson lýsti nokkrum dögum eftir að Trump tók við embætti forseta í fyrsta skipti: „Það er eins og pabbi sé kominn heim og búinn að taka beltið af sér…“

    Sameinuðu þjóðirnar borga fyrir ferðir fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna

    Trump gagnrýndi evrópska leiðtoga fyrir að auðvelda fyrir ólöglegum innflytjendum að koma til Bandaríkjanna og þeirra eigin landa. Trump sagði:

    „Árið 2024 var 372 milljónum dala í fjárhagsáætlun Sameinuðu þjóðanna veitt í fjárhagsaðstoð til að styðja 624.000 flóttamenn að ferðast til Bandaríkjanna. Hugsið ykkur það. Sameinuðu þjóðirnar styðja fólk sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna og við þurfum að koma þeim út.“

    Trump fordæmdi aðstoð leiðtoganna við innrásina í Bandaríkin. Hann gagnrýndi Joe Biden fyrir að hafa hleypt yfir 25 milljónum ólöglegum innflytjendum til Bandaríkjanna.

    „Núna höfum við stöðvað þetta alveg. Reyndar koma þeir ekki lengur vegna þess að þeir vita að þeir komast ekki inn. En það sem gerðist er algjörlega óásættanlegt.“

    Trump gagnrýndi hinn „hræðilega“ borgarstjóra Lundúna fyrir að ýta undir fjöldainnrás íslamista og vaxandi notkun Sharia-laga:

    „Ólöglegir innflytjendur streyma til Evrópu og enginn gerir neitt til að breyta því, til að koma þeim út. Þetta er ekki sjálfbært og vegna þess að þeir velja að vera pólitískt rétttrúaðir, þá gera þeir nákvæmlega ekkert í málunum. Það er kominn tími til að binda enda á misheppnaða tilraunina með opin landamæri.“

    Myndskeið með hluta af ræðu Trumps er að finna neðst á síðunni.

    Sameinuðu þjóðirnar fjármagna árás á Vesturlönd

    Trump: Sameinuðu þjóðirnar eru heldur ekki að leysa vandamálin sem þær ættu að gera. Oftar en ekki skapa þær í raun ný vandamál sem við verðum að leysa. Besta dæmið er aðal stjórnmálavandi samtímans: Kreppan vegna stjórnlausra fólksflutninga. Þetta er stjórnlaust. Verið er að rústa löndum ykkar. Sameinuðu þjóðirnar fjármagna árás á Vesturlönd og landamæri þeirra.

    Árið 2024 var 372 milljónum dala í fjárhagsáætlun Sameinuðu þjóðanna veitt í fjárhagsaðstoð til að styðja við 624.000 flóttamenn til að ferðast til Bandaríkjanna. Hugsið ykkur það. Sameinuðu þjóðirnar styðja fólk sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna og þá verðum við að koma þeim út. Sameinuðu þjóðirnar veittu einnig mat, húsaskjól, flutninga og debetkort til ólöglegra innflytjenda – getið þið trúað því? – á leiðinni til að koma inn gegnum suðurlandamæri okkar. Milljónir manna komu í gegnum þessi suðurlandamæri, fyrir aðeins ári síðan, milljónir ofan á milljónir manna streymdu inn. 25 milljónir samtals á fjórum árum í tíð óhæfu Biden-stjórnarinnar. En núna höfum við stöðvað þetta algjörlega. Reyndar koma þeir ekki einu sinni lengur vegna þess að þeir vita að þeir komast ekki í gegn. En það sem gerðist er algjörlega óásættanlegt.

    Sameinuðu þjóðirnar eiga að stöðva innrásir, ekki að búa þær til og ekki fjármagna þær. Í Bandaríkjunum höfnum við þeirri hugmynd að fjölda fólks frá útlöndum sé gert kleift að ferðast um hálfan hnöttinn, trampa á landamærum okkar, brjóta gegn fullveldi okkar, stunda óbætanlega glæpi og tæma félagslega öryggisnetið okkar. Við staðfestum að Bandaríkin tilheyra bandarísku þjóðinni og ég hvet öll lönd til að taka eigin ákvarðanir til varnar borgurum sínum líka. Þið verðið að gera það, ég horfi á þetta. Ég nefni engin nöfn. En ég horfi á þetta og get sagt hvert og eitt einasta nafn upphátt. Þið eruð að eyðileggja löndin ykkar. Verið er að rústa þeim. Evrópa á í alvarlegum vandræðum…

    Opin landamæri eru misheppnuð tilraun sem stöðva verður tafarlaust

    Ef eitthvað verður ekki gert strax – það er ekki lengur hægt að viðhalda þessu. Það sem gerir heiminn svo fallegan er að hvert land er einstakt, en til að getað verið það áfram, þá verður hver fullvalda þjóð að hafa rétt til að stjórna eigin landamærum. Þið hafið rétt til að stjórna landamærum ykkar, eins og við gerum núna, og takmarka þann fjölda innflytjenda sem koma inn í löndin og er haldið uppi fólkinu sem fyrir er og byggði upp þessar þjóðir. Fólkið hefur byggt upp löndin með blóði sínu, svita, tárum og fjármunum og núna eru verið að rústa þeim. Stoltum þjóðum verður að vera heimilt að vernda samfélög sín og koma í veg fyrir að samfélög þeirra verði yfirtekin af öðru fólki sem þau hafa aldrei séð áður, hafa öðruvísi siði, trúarbrögð, og allt annað líka öðruvísi. Þar sem innflytjendur brjóta lög, leggja fram falskar hælisumsóknir eða sækja um flóttamannsstöðu af ólögmætum ástæðum, ætti í mörgum tilfellum að senda þá tafarlaust heim. Og þó að við munum alltaf hafa stórt hjarta fyrir svæðum og fólki sem á í erfiðleikum og samúðarfull svör verði sannarlega gefin, þá verðum við að leysa vandamálið, og við verðum að leysa það í löndum þeirra og ekki með því að skapa ný vandamál í löndum okkar. Við hjálpum mörgum löndum sem geta einfaldlega ekki lengur sent fólk sitt.

    Það er kominn tími til að binda enda á þessa misheppnuðu tilraun með opin landamæri. Þið verðið að stöðva hana núna. Sjáið þið til, ég get sagt ykkur þetta, því ég er mjög góður í þessu. Lönd ykkar eru að fara til fjandans. Í Bandaríkjunum höfum við gripið til djarfra aðgerða til að stöðva þessa stjórnlausu fólksflutninga með hraði. Þegar við byrjuðum að handtaka fólk og vísa öllum sem fóru yfir landamærin úr landi og fjarlægja ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum, þá hættu þeir einfaldlega að koma. Þeir koma ekki lengur. Við fáum mikið hrós, þeir koma ekki lengur. Þetta var mannúðarverk fyrir alla sem að málinu komu, því á ferðalögum sínum hingað dóu þúsundir manns í hverri viku. Konum var nauðgað. Enginn hefur nokkurn tíma séð neitt annað eins, þeim var nauðgað, barðar á hryllilegan hátt, nauðgað á leiðinni hingað. Þetta var löng, löng ganga. Þetta var svo sannarlega löng, erfið ferð. Og þetta var líka sögulegur sigur gegn mansali á öllu svæðinu. Við sigruðum og við björguðum lífum svo margra sem ekki hefðu lifað af þetta ferðalag. Ferðalag hlaðið dauða með lík út um allt með fram vegum frumskógarins á leiðinni til landsins. Þau fóru í gegnum frumskóga. Þau fóru í gegnum svo heit svæði að varla er hægt að draga andann. Þau voru að kafna, svæðið svo heitt að þú gast ekki andað, lík út um allt.

    Fara efst á síðu