Donald Trump sagði nýlega á blaðamannafundi í Hvíta húsinu, að Bandaríkin hefðu „öll spilin“ í viðskiptadeilunni við ESB (sjá YouTube að neðan).
Bandaríkin og Kína hafa komið sér saman um að lækka verulega tolla á hvort annað.
Hvað mun gerast á milli ESB og Bandaríkjanna?
Donald Trump ræddi þetta á blaðamannafundi í byrjun vikunnar.
„ESB er á margan hátt ógeðfelldara en Kína. Og við erum rétt að byrja með þeim. Ó, þau munu lækka mikið. Sjáið bara til. Við höfum öll spilin. Þeir hafa hegðað sér á mjög ósanngjarnan hátt gagnvart okkur. Þeir selja okkur 13 milljónir bíla. Við seljum engan til þeirra. Þeir selja okkur landbúnaðarafurðir sínar. Við seljum grundvallarlega ekkert til þeirra. Þeir taka ekki við vörunum okkar. Það gefur okkur öllum spilin.“