Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að draga Bandaríkin úr Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) vegna and-amerískra og and-ísraelskra viðhorfa og „woke“ stefnuskrár stofnunarinnar.
Í febrúar sl. lét Trump gera sérstaka 90 daga endurskoðun á þátttöku Bandaríkjanna í UNESCO, með sérstaka áherslu á að kanna hvort „and-Gyðingaleg eða and-ísraelsk viðhorf væru innan stofnunarinnar.“
Endurskoðendur Bandaríkjastjórnar gagnrýndu stefnur UNESCO um fjölbreytni, jafna útkomu og inngildingu (DEI) og mislíkaði stuðningur stofnunarinnar við Palestínu og Kína.
„Forsetinn hefur ákveðið að draga Bandaríkin úr UNESCO — sem styður „woke“ og umdeild menningar- og samfélagsmál aðgerðasinna sem eru algjörlega úr takt við þær skynsamlegu stefnur sem bandarískir kjósendur báðu um í nóvember,” sagði Anna Kelly, aðstoðar-talsmaður Hvíta hússins.
„Þessi forseti mun alltaf setja Bandaríkin í fyrsta sæti og tryggja að þátttaka landsins í alþjóðastofnunum samræmist hagsmunum þjóðarinnar.“
Meðal annmarkanna voru útgáfa UNESCO á „and-rasískum verkfærakassa“ árið 2023, sem hvatti aðildarríki til að taka upp „and-rasískar“ stefnur og keppast í „keppni á toppinn“ um að vera fremsti talsmaður félagslegs réttlætis, svara spurningum um sögu rasisma innan lögsögu þeirra og vinna að því að tryggja jafna útkomu, og
og „Transforming MEN’talities“ átak (gender-gremlínsk froðufræðiárás á skattgreiðendur aðildarþjóða UNESCO) árið 2024.
Á sama tíma notaði UNESCO framkvæmdastjórn sína til að knýja fram aðgerðir gegn Ísrael og Gyðingum, þar á meðal að tilnefna helga staði Gyðinga sem „palestínska Heimsminjastaði“, sagði Kelly.
Ennfremur segir UNESCO að „Palestína sé ‘hernumin’ af Ísrael“ og fordæmir stríð Ísraelsríkis gegn Hamas, án þess að gagnrýna grimmdarlega stjórn hryðjuverkasamtakanna í Gaza.
Að auki er Peking annar stærsti fjármögnunaraðili UNESCO, og kínverskir ríkisborgarar eins og aðstoðarframkvæmdastjórinn Xing Qu gegna lykilstöðum innan stofnunarinnar. Kína hefur nýtt áhrif sín á UNESCO til að ýta undir alþjóðlega staðla sem eru hagstæðir hagsmunum Peking.
Trump dró aðild Bandaríkjanna að UNESCO til baka árið 2017, þá sem nú vegna and-ísraelskrar hlutdrægni. Bandaríkin hættu fyrst þátttöku í stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1983 undir þáverandi Bandaríkjaforseta Ronald Reagan, sem sagði á þeim tíma að stofnunin „hafi pólitíkerað nánast hvert einasta málefni sem hún fjallar um. Hún sýnir fjandskap gagnvart frjálsu samfélagi, sérstaklega frjálsum mörkuðum og frjálsum fjölmiðlum og fjárhagsleg þensla hennar er óheft.”
New York Post, 22. júlí, 2025
Snarað úr ensku

Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur