Ítalskan Angela Carini fór grátandi úr hnefaleikahringnum eftir að hafa verið neydd til að mæta arabískum karlmanni á Ólympíuleikum kvenna í hnefaleikum í París. Leikurinn tók aðeins um 45 sekúndur.
Alsírinn Imane Khelif er annar tveggja manna sem fá að keppa í hnefaleikum á Ólympíuleikum kvenna – þrátt fyrir að hafa fallið á kynjaprófi og vera með bæði X og Y litninga. Hann keppti á móti Angelu Carini frá Ítalíu og leikurinn varaði ekki einu sinni í eina mínútu. Carini gaf dómaranum merki að hún væri að gefast upp eftir 45 sekúndur.
Carini hágrét fyrir framan sjónvarpsvélar eftir leikinn sem kom mörgum í uppnám. Þjálfarinn hennar sagði við fjölmiðla samkvæmt Expressen:
„Hún sagði mér að hún vildi ekki berjast. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það gerðist eða hvers vegna. Ég held að hún hafi orðið fyrir einhverjum áhrifum af allri umfjöllun um hinn aðilann sem sagt var að „væri karlmaður og það er hættulegt fyrir þig.“
Imane Khelif yfirgaf staðinn strax eftir að leiknum lauk, án þess að svara nokkrum spurningum blaðamanna.
Gagnrýnin hefur verið hörð á ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um þátttöku Khelifs í kvennakeppninni. Alsírska hnefaleikasambandið COA hefur hins vegar varið Khelif í yfirlýsingu pg fordæma að þeirra mati „tilhæfulausan áróður tiltekinna erlendra fjölmiðla.“ Forsætisráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni, gagnrýndi ákvörðun Ólympíunefndarinnar að leyfa Khelif að keppa í kvennagrein, þar sem „íþróttamenn með karlkyns erfðaeiginleika eiga EKKI að fá að keppa í kvennakeppnum!”