Transríkið Ísland

Nýr þáttur af Ísafold er kominn í loftið. Í þetta sinn með Eldi Smára Kristinssyni formanni Samtakanna 22 og á ensku. Margir útlendingar furða sig á vókismanum á Íslandi en hann er á undanhaldi víða um heim ekki síst í Bandaríkjunum.

Dómur Hæstaréttar Bretlands um að kynin séu aðeins tvö og miðist við líffræðilegt kyn við fæðingu breytti einnig stöðunni okkar megin. Það er með eindæmum að kvenréttindahreyfingar hafi þurft að leita á náðir Hæstaréttar til að stöðva transfrekjuna sem var og er að eyðileggja margra ára áunnin réttindi kvenna ekki síst innan íþrótta.

Íris Erlingsdóttir og Gústaf Skúlason ræddu við Eld um stöðu mála á Íslandi en honum er hótað lögsókn og allt að tveggja ára fangelsi fyrir að vera ekki sammála Samtökunum 78 um að kynin séu bara tvö: karl og kona. Eldur er ekki sá eini, hann nefndi Helgu Dögg, kennara á Akureyri og einn til viðbótar sem eiga yfir höfði sér málaferli vegna kæru Samtakanna 78. Nýlega slapp Páll Vilhjálmsson úr greipum annarrar ákæru samtakanna en fyrri afskipti þeirra eyðilögðu kennarastarf hans svo hann neyddist til að gera starfslokasamning við skólann, þar sem hann vann.

Framkoma Samtakanna 78 er botnlaust hneyksli og algjörlega á skjön við það sem hægt er að kalla mannréttindabaráttu. Samtökin hundelta einstaklinga sem samtökunum er í nöp við. Í dæmi Elds Smára verður það skýrt að samtök sem eru á ríkisjötunni og fá tæplega 200 milljónir á ári þola enga hinsegin samkeppni. Að sjálfsögðu vilja þau eyðileggja mannorð Elds Smára til að losa sig við samkeppnisfélag á markaðinum. Þá koma kynlög fyrrverandi VinstriGrænna sé vel. Þau lög eru skaðræðislög sem verður að afnema/breyta hið fyrsta.

Kynferðisáróður til barna undir lögaldri ber að banna með lögum. Sífellt fleiri raddir heyrast sem krefjast þess að Samtökin 78 verði tekin af peningaspena ríkisins. Forsetahjónin ættu að stíga á stokk og biðja kvenréttindahreyfinguna afsökunar á vókhegðun sinni. Biskup Íslands ætti að fara úr hempunni og láta poppstjörnudrauminn rætast og hætta að troða transhugmyndafræðinni ofan í þjóðkrikjuna. Henni liði best sjálfri ef hún gerði það.

Eldur Smári einn af ræðumönnum á ráðstefnu Genspect í september

Eldur Smári Kristinsson er að verða alþjóðlega kynntur sem baráttumaður ekki bara fyrir hinsegin, heldur fyrir mannréttindum kvenna gegn karlmönnum sem þykjast vera konur. Hann verður einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Genspect – Stóra myndin, The Bigger Picture, í Albuquerque, Nýju Mexíkó. Íris Erlingsdóttir verður á staðnum og mun senda fréttir til Íslands sem Þjóðólfur birtir.

Sjá má þáttinn hér að neðan:

Fara efst á síðu