Trans ferðabann? Meira eins og trans svikabann

Blaðakonan Íris Erlingsdóttir sendir hér nýja grein byggða á skrifum @TTExulansic um svo kallað „trans ferðabann sem ekki er til en hins vegar er vandi með einstaklinga sem reyna að ferðast með fölsuð persónuskilríki. Allir, trans sem og aðrir eru frjálsir ferða með lögleg skilríki. Höfundur veitti góðfúslegt leyfi fyrir þýðingu og birtingu.

Írís Erlingsdóttir skrifar:

Transfólk heldur fram að Trump hafi sett það í „ferðabann.“ Þetta er auðvitað tóm vitleysa. Margir trans einstaklingar fengu fölsuð persónuskilríki, sem ranglega einkenndu þá sem hitt kynið eða eitthvað goðsagnakennt þriðja kyn. Þeir létu breyta fæðingarvottorðum sínum og notuðu það falsaða skjal síðan til að fá fleiri fölsuð skjöl og skilríki eins og vegabréf. Nú þegar búið er að afnema sérstakar undantekningar sem heimiluðu trans einstaklingum að nota vísvitandi fölsuð skjöl og skilríki, er verið að gera þessa fölsuðu pappíra þeirra upptæka, vegna þess að þeir hafa fleiri fölsuð skjöl eða einfaldlega vegna þess að þeir verða að sækja aftur um þessi skilríki og bíða eftir réttum skjölum. 

En það er ekkert „trans ferðabann.“ Fólki, sem ekki óskaði eftir og fékk útgefin fölsuð persónuskilríki, er ekki bannað að ferðast; það getur notað sín vegabréf ef þau eru ófölsuð.

Sumt transfólk segist engar áhyggjur hafa, þar sem öll fölsuðu skjölin þeirra stemmi. Þetta er klikkað viðhorf, sérstaklega ef viðkomandi trans einstaklingur er opinber persóna, sem hefur opinberalega viðurkennt raunverulegt kyn sitt.

Margir „trans“ einstaklingar eru í afneitun varðandi þetta. Vegna þess að transkirkjan sagði þeim að það væri allt í lagi að nota fölsuð skjöl til að blekkja fólk til að komast yfir réttindi sem þeir ekki höfðu og hafa ekki rétt til, þá væri þetta allt í lagi. Nei. Þetta var aldrei í lagi. Það var aldrei leyfilegt að að nota fölsuð skjöl, jafnvel skjöl útgefin af ríkinu, sem þú falsaðir ekki með Sharpie penna og Whiteout.

Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu svikakjaftæði – að ríkið, sjálft í æði fjöldasturlunar og lögleysu – hjálpaði því að fremja glæp, skjalafals. Ríkið spillti dómgreind fólks með því að telja því trú um að það væri allt í lagi að blekkja annað fólk og ljúga að því. Það var alltaf gjörsamlega óviðunandi að ljúga á opinberum skjölum og að fá samþykki eða aðgang að tækifærum og svæðum sem ekki eru ætluð þínu kyni, sama hversu sannfærandi þú og búningarnir þínir voru. 

Það var lögbrot þá og það er lögbrot nú.

Courtesy of @TTExulansic – þýðandi Íris Erlingsdóttir

https://exulansic.substack.com/p/trans-travel-ban-more-like-trans

Fara efst á síðu