Sumt pólitískt rétttrúað frægt fólk reynir stundum að skora stig með því að veitast að fólki sem elítan hatar. Einnig er til frægt fólk sem ekki óttast að gagnrýna þá, sem valdhafar halda á lofti. Breskur tónlistarmaður hafði þorið og nefndi þrjá fremstu hnattræningjana, þar á meðal Klaus Schwab, sem helstu glæpamenn heimsbyggðarinnar.
Þegar sumir frægt fólk vill láta taka eftir sér í þjóðfélagsumræðunni, þá ræðst það óspart á þá sem glóbalistarnir hafa tilkynnt að séu leyfileg skotmörk.
Fyrir morðtilraunina á Donald Trump var í lagi að grínast með að kála Trump en það gengur ekki lengur eins og rokkbandið Tenacious D hefur svo sannarlega komist að. Fyrir þingkosningarnar 2014 hvatti sænska hljómsveitin Kent fólk til að kjósa ekki Svíþjóðardemókrata heldur „sparka þeim út.“
Segir glóbalistana vera glæpamenn
En sem betur fer eru til aðrir sem gerir nákvæmlega hið gagnstæða og gagnrýna þá sem tilheyra elítunni. Breitbart greinir frá því, að nákvæmlega það hafi breski tónlistarmaðurinn Steven Patrick Morrissey, þekktur sem „Morrissey“ gert á tónleikum í Las Vegas.
Undir laginu „Heimurinn er fullur af brotnum beinum“ (The World Is Full Of Crashing Bones) birtust mörg kunnugleg andlit á stjórskjánum. Þar voru stofnandi og leiðtogi World Economic Forum, myrkrahöfðinginn Klaus Schwab, ásamt trilljarðamæringi Microsoft – heimsendaspámanninum og bólusetningalúðrinum Bill Gates, auk læknisins Anthony Fauci, sem kom á takmörkunum og lokunum í Bandaríkjunum á meðan „heimsfaraldurinn“ gekk yfir.
Þegar Morrissey söng textann „menntaðir glæpamenn vinna innan ramma laganna,“ þá benti hann á skjáinn þar sem þessir þrír hnattræningjar voru sýndir.
Gagnrýnir valdhafa og gefur ekkert eftir
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Morrissey gagnrýnir elítuna. Árið 2019 vakti hann reiði þeirra stjórnmálalega rétttrúuðu, þegar hann klæddist stuttermabol sem á stóð „Fuck The Guardian“ með vísun til breska dagblaðsins. Hann hlaut nafnbótina „rasisti“ fyrir vikið en vék ekki frá skoðun sinni.
Vonandi verða tónleikarnir í Las Vegas ekki síðasta kjaftshöggið gegn glóbalismanum.