Það er enginn vafi á því að tjáningarfrelsið er undir miklum árásum í Bretlandi. Samkvæmt aðgerðasinnanum Tommy Robinson voru 12.183 manns handteknir árið 2023 eingöngu fyrir skoðanir sínar á samfélagsmiðlum.
Talan – yfir tólf þúsund manns á einu ári – gefur skýra mynd af þeirri þróun sem fleiri og fleiri gagnrýna: að tjáningarfrelsið er á hröðu undanhaldi í landinu sem eitt sinn leit á sig sem heimkynni lýðræðisins.
Að sögn Tommy Robinson eru það orð bresks almennings á netinu sem eru skotmark lögregluaðgerða. Gagnrýnendur segja að þetta snúist ekki um að viðhalda lögum og reglu, heldur um að þagga niður í óþægilegum röddum.
Grundvöllur tjáningarfrelsisins
Tjáningarfrelsið er sjálfur grundvöllur lýðræðisins. Þegar ríkið byrjar að stjórna því hvað fólk fær að skrifa, hugsa og deila á netinu, þá skapast hættuleg þróun, þar sem almenningur hefur sífellt minna að segja.
Ritskoðunarlög eru oft sett undir því yfirskini að vernda borgara – gegn hatri, rangfærslum eða skaðlegu efni. En afleiðingin er aftur og á ný sú að mörk þess sem er leyfilegt minnkar og rýmið fyrir frjálsa umræðu þrengist sífellt.