ESB hefur farið út af sporinu og þjónar ekki lengur aðildarríkjunum. ESB vinnur samkvæmt „dagskrá“ þar sem Úkraínustríðið er í brennidepli. Það telur Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist vilja „hraða aðildarferli Úkraínu“ inn í ESB.
Einn sem gagnrýnir það harðlega er Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Að sögn Orbáns eru framkvæmdastjórnin að reyna að flýta sér að taka með „gjaldþrota ríki inn í ESB.“
Hann bendir á að ESB-elítan fylgi eigin „dagskrá“ en vinni ekki fyrir aðildarríkin. Orbán skrifar á X (sjá að neðan):
„Ursula von der Leyen vill dæla fleiri billjónum í Úkraínu, draga Evrópu inn í glatað stríð og flýta fyrir inngöngu gjaldþrota ríkis í ESB. Hún er ekki að vinna fyrir aðildarríkin – heldur eigin stefnu. Ungverjaldan fer ekki þessa leið.“
Orbán segir það rétta fyrir ESB að gera núna sé að fylgja í fótspor Bandaríkjanna til að koma á friði og draga sig úr stríðinu:
„Það er ekki hagsmunamál ESB að dæla meira af peningum íbúa aðildarríkjanna í botnlausa gryfju stríðs sem ekki er hægt að vinna. Hagsmunir ESB eru einungis að fá inn lönd sem styrkja samfélög okkar, ekki lönd sem setja allt á hausinn. Afstaða Ungverjalands er skýr og við stöndum á bak við hana. Við viljum ekki að ungverska þjóðin greiði kostnaðinn af aðild Úkraínu.“
„Það er kominn tími til að framkvæmdastjórnin fari að tala fyrir hönd aðildarríkjanna í stað Úkraínu“
Heyra má boðskap forsætisráðherra Ungverjalands hér að neðan (ungverskt tal, enskur texti):
President @vonderleyen wants to pour further billions into Ukraine, pull Europe further into a losing war, and rush a bankrupt state into the EU. She’s not serving the member states – she’s serving an agenda. Hungary won’t go along with this. pic.twitter.com/Yukf3NZrVz
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) May 7, 2025