Time velur Trump mann ársins 2024

Time velur nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem „mann ársins.“

Time Magazine tilkynnti í dag, hver verður „maður ársins“ árið 2024.

Fyrir valinu varð Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Blaðið skrifar:

„Pólitísk endurfæðing Trumps á sér engin fordæmi í sögu Bandaríkjanna.“

Ein frægasta mynd sem tekin hefur verið af Donald Trump aðeins augnabliki eftir að hann fékk kúlu í gegnum hægra eyrað.

Blaðið birtir ítarlegt viðtal við Donald Trump um stjórnmálaástandið og óstöðvandi sigurgöngu hans gegn stanslausum árásum stjórnmálaandstæðinga.

Með viðtalinu er myndskeið um val Time Magazine á Donald Trump.

Fara efst á síðu