Dómstóll í Þýskalandi dæmdi í vikunni blaðamanninn David Bendels í skilorðsbundið fangelsi fyrir háðsádeilu sem beint var að innanríkisráðherra jafnaðarmanna, Nancy Faeser. Að sögn dómsins svívirðir háðið orðstír innanríkisráðherrans.
Spiegel greinir frá því, að þann 7. apríl sakfelldi dómstóllinn í Bamberg í Efra-Franklandi blaðamanninn David Bendels – aðalritstjóra íhaldssama dagblaðsins Deutschland-Kurier – fyrir meiðyrði.
Blaðið birti ádeilu á X í febrúar 2024, þar sem innanríkisráðherra Nancy Faeser sést halda á skilti með textanum „Ég hata málfrelsi.“ Dómstóllinn telur að háðið „brjóti í bága við orðstír innanríkisráðherrans“ og brjóti þar með í bága við 188. kafla þýskra hegningarlaga, sem verndar opinberar persónur fyrir ærumeiðingum.
Dómstóllinn dæmdi David Bendels í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi á tveggja ára reynslutímabili. Auk þess skipaði dómstóllinn Bendels að senda innanríkisráðherra Þýskalands, Nancy Faeser, skriflega afsökunarbeiðni.
Dómstóllinn dæmdi skilorðsbundið vegna þess að Bendel hefur hreina sakaskrá. Er þetta í fyrsta sinn sem þýskur blaðamaður er dæmdur í fangelsi fyrir sambærilegan glæp.
Nancy Faeser wants to put our editor David Bendels in prison for spreading this meme.
— Deutschland Kurier (@Deu_Kurier) November 23, 2024
But we insist on our right to free speech.
So we have decided to post it AGAIN in English for the entire world to see. pic.twitter.com/m4W3kMYMvU
Áfrýjar dómnum
Bendels ætlar að áfrýja dómnum. Hann ver háðið sem eðlilega ádeilu og tjáningarform innan ramma venjulegs fjölmiðlafrelsis:
„Við samþykkjum ekki þennan dóm og munum vinna gegn honum með öllum lagalegum ráðum. Ég persónulega og Deutschland-Kurier munum stöðugt halda baráttunni áfram fyrir prent- og tjáningarfrelsi, – með nauðsynlegum afleiðingum til að lýðræðið geti virkað áfram í Þýskalandi.“
Margir vara við því að refsingin gæti leitt til þess að blaðamenn fari að ritskoða sig sjálfir en ýmsir lögfræðingar segja að lögin gangi gegn stjórnarskrárvernduðu tjáningarfrelsi í Þýskalandi.
Í byrjun árs gagnrýndi JD Vance varaforseti Bandaríkjanna „Orwellísk“ lög í Þýskalandi um málfrelsi og vitnaði í viðtal við þrjá þýska ríkissaksóknara sem útskýrðu að það væri refsivert að móðga einhvern opinberlega eða á netinu. Áður höfðu samtökin Fréttamenn án landamæra lýst áhyggjum af sambærilegum takmörkunum á fjölmiðlafrelsi í Evrópu.