Nýja þýska ríkisstjórnin lýsir afstöðu Ungverjalands í Úkraínumálinu sem öryggisógn og er að undirbúa harðar aðgerðir gegn Ungverjalandi. Gagnrýnendur segja að þessi hörðu orð snúist ekki svo mikið um öryggi heldur um pólitískar keilur, efnahagslega valdbaráttu og löngun til að þagga niður í andófsröddum innan ESB.
Samkvæmt heimildum nálægt þýsku ríkisstjórninni vill Berlín ganga lengra núna en áður í afstöðu sinni gagnvart Ungverjalandi. Gagnrýn afstaða Viktors Orbáns gagnvart sameiginlegri Úkraínustefnu ESB er talin ógn við evrópskt öryggi. Í reynd þýðir þetta að Þýskaland vilji frysta frekari ESB-sjóði og til lengri tíma litið og einnig afnema lýðræðislegan atkvæðisrétt Ungverjalands í ráðherraráðinu.
Þetta er gert þrátt fyrir mikla efnahagslega hagsmuni Þjóðverja í Ungverjalandi sem gætu tapast. Sérfræðingar telja hins vegar að þetta sé áhætta sem Berlín sé tilbúin að taka til að styrkja hlutverk sitt sem leiðtogi sameiginlegrar Úkraínustefnu innan ESB.
Krafa um hlýðni við ESB í Úkraínumálinu
Fyrir kosningarnar gáfu þýsku leiðtogarnir Friedrich Merz kanslari og Johann Wadephul utanríkisráðherra til kynna að Ungverjaland verði að samræma sig stefnu Þýskalands gagnvart Úkraínu ef samskipti ríkjanna tveggja eiga að batna.
Á leiðtogafundinum í Tirana í maí var Viktor Orbán bent á þetta. Sama krafa var einnig gerð í heimsókn til Búdapest í júlí: Ungverjaland verður að hætta að fylgja eigin utanríkisstefnu og beygja sig undir yfirþjóðlega stefnu í stríðinu í Úkraínu – annars bíða harðar aðgerðir.
Ungverjaland hefur talað um þessa fundi sem „vinalegar viðræður“ en skilaboðin frá Berlín eru skýr: uppgjöf er nauðsynleg.
ESB – leiðin
Þar sem Ungverjaland hefur ítrekað, Þýskalandi til ama, beitt neitunarvaldi sem hvert aðildarríki hefur samkvæmt reglum ESB um málefni sem varða Rússland og Úkraínu, þá ætlar Þýskaland núna að fylgja málinu eftir á vettvangi ESB.

Ein leið sem er til umræðu til að komast fram hjá neitunarvaldi Ungverjalands eru sérstakir samningar milli aðildarríkja sem eru tilbúin að taka þátt í aðgerðunum. Sú aðferð hefur verið notuð áður, þar á meðal í evrukreppunni og í Schengen-samstarfinu.
Þetta vekur þó upp spurningar um réttaröryggi og lögmæti. Að jaðarsetja aðildarríki kerfisbundið með tilfallandi lausnum á þennan hátt gæti skapað nýja spennu frekar en að auka á einingu.
Hótun um um að frysta greiðslu milljarða evra
Ungverjaland yrði verst úti efnahagslega. Þegar er búið að frysta hluta af greiðslum endurreisnarsjóðsins og annarra verkefna sem Ungverjaland á rétt á skv. lögum. Allt að 43 milljarðar evra geta verið í húfi, þar á meðal landbúnaðarstuðningur sem er mikilvægur fyrir efnahag landsins. Að nota ESB-sjóði sem þrýsting/kúgun er ekkert nýtt, en spurningin er hvort það sé sjálfbær leið fram á við.
Svokallaða 7. greinar ferlið, sem í orði kveðnu gæti svipt Ungverjaland lýðræðislegum kosningarétti sínum í ráðherraráði ESB, hefur verið í biðstöðu í nokkur ár. Nú vill Þýskaland blása nýju lífi í það.
Vandamálið er hins vegar að ákvörðunin krefst samhljóða samþykkis allra aðildarríkja. Nokkur minni ríki – þar á meðal Slóvakía og Búlgaría – óttast að þau verði næst í röðinni til að glata kosningarétti sínum. Þess vegna er engan veginn öruggt að Berlín takist að safna nauðsynlegum stuðningi.