Þýskaland ætlar að verða ráðandi stórveldi að nýju

Gert er ráð fyrir að Friedrich Merz (á mynd) taki við embætti kanslara í byrjun maí.

Í væntanlegum stjórnarsamningi kristilegra demókrata CDU/CSU og jafnaðarmannaflokksins SPD í Þýskalandi kemur fram, að landið muni gera tilkall til aukinna áhrifa í öðrum ESB-ríkjum – bæði hernaðarlega og pólitískt. Hinn örlagaríki stjórnarsamningur leggur samtímis gríðarlega áherslu á að berjast gegn meintum „óvinum og ógnum“ við þýsk stjórnvöld. Meiningin er að Þýskaland rísi upp eina ferðina enn sem stórveldi meginlandsins.

144 blaðsíðna stjórnarsamningur sem ber yfirskriftina „Ábyrgð Þýskalands“ setur óvenju árásargjarnan tón og stundum ofsafenginn miðað við þýskan mælikvarða.

Rætt er um að verja ESB bæði gegn innri og ytri óvinum og beita harðari aðgerðum gegn aðildarríkjum sem brjóta í bága við „réttarríkið og umfangsmikla hervæðingu Þjóðverja.“ Í inngangi samningsins sem ber tilfinningu ofsóknarbrjálæðis segir meðal annars:

„Erlendis frá koma óvinir og ráðast á frjálslynt lýðræði okkar, – á frelsi okkar….Innanlands er lýðræðið undir daglegum árásum af andstæðingum þess.“

Nota á ESB til að berjast gegn ríkjum eins og Ungverjalandi

Skýringarnar snúast að miklu leyti um að breyta ESB frekar en Þýskalandi og hvernig þýskir ráðamenn eiga að nota ESB til að berjast gegn löndum eins og Ungverjalandi. Ríkisstjórnin leggur til að svo kallað skilyrðingarkerfi ESB verði þróað í heildstætt verkfæri til að refsa aðildarríkjum sem fara ekki að vilja Þýskalands. Möguleiki á að vera að frysta lögbundnar greiðslur ESB til aðildarríkja eða fara fram hjá lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum og greiða peningana beint út til aðgerðarhópa og samtaka gegn viðkomandi ríkisstjórn. Í áætlun ríkisstjórnarinnar segir:

„Í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar verða Þýskaland og Evrópa núna að geta tryggt eigið öryggi í mun meiri mæli.“

Byggja á evrópskan her í sameiginlegu varnarsambandi, innleiða sameiginlega vopnastaðla, samræma útflutningsreglur og efla samstarf við Nató. Að sögn Rafael Loss, ráðgjafa ECFR, hafa stjórnarskrárbreytingar í Þýskalandi opnað leið til aukinnar hervæðingar án tillits til kostnaðar.

Afnema á neitunarrétt aðildarríkja innan ESB

Ný ríkisstjórn Þýskalands vill afnema neitunarrétt aðildarríkja í leiðtogaráði ESB og opnar fyrir breytingar á stofnsáttmála sambandsins. Þar er einnig lýst stuðningi við að sum aðildarríki geta tekið forystuna í starfsemi Evrópusambandsins og önnur aðildarríki látin sitja á hakanum.

Sagt er að samskiptin við Frakkland og Pólland séu sérstaklega mikilvæg. Reisa á þýsk-pólska minningarmiðstöð í Berlín til að heiðra fórnarlömb hernáms Þjóðverja 1939–1945. Jana Puglierin hjá ECFR-hugveitunni segir:

„Það er löngu tímabært að reisa minningarstað um pólsk fórnarlömb þýska hernámsins. Þetta þýðingarmikla skref bendir til þess að Berlín gæti loksins verið tilbúin til að sýna meiri virðingu.“

Ríkisstjórnin heitir stuðningi við ESB-umsókn Úkraínu en krefst þess að stofnanir ESB verði fyrst undirbúnar fyrir þá stækkun. Sambandssinnar ESB fagna. Domingo Ruiz Devesa, forseti UEF segir:

„Samband evrópskra sambandssinna fagnar skýrri skuldbindingu bandalagsríkjanna um sterkara og samþættara Evrópusamband.“

Fara efst á síðu