Þýska ríkisstjórnin heldur áfram árásum sínum og aðgerðum gegn stjórnarandstöðunni sem taka á sig sífellt fáránlegri birtingarmyndir. Flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland, AfD, sakar ríkisstjórnina um að stunda „markvissa hryðjuverkastarfsemi gegn stjórnarandstöðunni.“
Í fyrri viku gerði lögreglan húsleit á heimili ESB-þingmannsins Petrs Bystron (AfD) á meðan hann var í Washington D.C. til funda með þingmönnum og bandamönnum Donalds Trumps og varaforseta J.D. Vance. Lögreglan leitaði í eldra vöruhúsi þar sem Bystron starfaði fyrir meira en tíu árum. Hann segir að um stjórnmálaofsóknir sé að ræða. Hann segir í fréttatilkynningu:
„Þetta er markviss hryðjuverkastarfsemi gegn stjórnarandstöðunni. Það er engin önnur leið til að lýsa fáránlegri hegðun yfirvalda, segir hann í fréttatilkynningu.“
Ástæða húsleitanna eru sögð vera meint tengsl milli Bystron og fréttavefsíðunnar Voice of Europe sem búið er að leggja niður. Stofnandi síðunnar býr í útlegð frá Úkraínu.
Tékkneska leyniþjónustan hefur áður fullyrt að hún hafi hljóðupptökur sem sýna að evrópskir stjórnmálamenn hafi fengið greitt fyrir að taka þátt í viðtölum við stöðina. Fullyrt hefur verið án nokkurra sannana að miðillinn hafi verið í tengslum við Rússland.
Bystron er eini nafngreindi stjórnmálamaðurinn í málinu. Hann segir að lögregluárásirnar hafi einnig beinst að aldraðri móður hans. Hann sagði við Gateway Pundit:
„Þeir leituðu jafnvel í herbergi heilabilaðrar móður minnar á hjúkrunarheimilinu og tóku vitnisburð hennar.“
„Hver einasta af þessum 22 húsleitum hefur verið ólögleg. Í hvert skipti tökum við skref frá réttarríkinu og í átt að einræðiskerfi sem reynir að þagga niður í andóf með öllum tiltækum ráðum.“
Árásin fór gerð á sama tíma og þýskur dómstóll í Leipzig hafnaði áfrýjun AfD varðandi stöðu flokksins sem grunaðs öfgamanns. Ákvörðunin veitir þýsku öryggisþjónustunni BfV rétt til að nota símahleranir, lesa skilaboð og senda innbrotsþjófa gegn flokknum.
Margir hægrisinnaðir fréttaskýrendur hafa brugðist hart við. Naomi Seibt skrifaði á X:
„Þeir eru að hrækja framan í andlitið á J.D. Vance.“
Nýjasta könnun Yougov sýnir að AfD er nú jafnt Kristilega bandalaginu með 25 % fylg sem er 4,2% aukning.