Fimm meðlimir loftslagssamtakanna Síðasta kynslóðin „Letzte Generation“ eru ákærðir í Þýskalandi fyrir að hafa stofnað glæpasamtök. Meðal hinna ákærðu er hinn þekkti aðgerðarsinni Carla Hinrichs, sem oft hefur verið líkt við Gretu Thunberg, segir í frétt Junge Freiheit.
Síðasta kynslóðin hefur ítrekað lamað umferðina og framkvæmt skemmdarverk til að koma loftslagsáætlun sinni í gegn. Núna hefur saksóknarinn í München ákveðið að kæra fimm af meðlimum samtakanna. Ákæran telur 149 blaðsíður og listar upp fjölda glæpaverka eins og skemmdarverk og ólöglega inngöngu á bannsvæði.
Síðasta kynslóðin heldur því fram í tilkynningu, að ásakanirnar séu árásir á frjálst samfélag og tilraun til að refsa viðkomandi fyrir að taka þátt í stjórnmálum.
En yfirvöld sjá málið í öðru ljósi. Samtökunum Síðasta kynslóðin er lýst sem ógn við öryggi almennings. Samtökin eru sögð vera með strangt valdakerfi og leynilegt skipulag þar sem aðeins forystan hefur innsýn í starfsemina.
Árið 2023 rannsakaði lögreglan sjö af meðlimum samtakanna sem grunaðir voru um skemmdarverk og eyðileggingarstarfsemi. Sú aðgerð sem vakti einna mestu athygli á glæpum samtakanna var í nóvember 2022 þegar loftslagsaðgerðasinnar réðust á flugvöll í Berlín sem leiddi til þess að flugvél með alvarlega veikan sjúkling varð að hætta við lendingu.
Carla Hinrichs, 28 ára, var áður dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir vegatálma sem ollu miklum umferðartruflunum. Núna á hún og aðrir ákærðu á hættu að fá enn þyngri refsingu.