Myndskeið frá Dölunum í Svíþjóð hefur vakið athygli í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum fyrir að sýna fleiri hundruð metra langa biðröð rafbíla sem bíða eftir að komast að hleðslustöð til að hlaða rafgeyminn. Neyddust rafbílaeigendur að bíða í rúmar þrjár klukkustundir í nístandi kulda til að komast að hleðslutæki.
Lífið var ekki auðvelt hjá þeim rafbílaeigendum sem voru á leiðina heim eftir jóla- og nýársfagnað í Norður Svíþjóð. Þeir sem reyndu að hlaða bíla sína í Malung sátu fastir í löngum biðröðum við hleðslustöðvarnar í tuttugu stiga frosti. Jan Frydberg segir við Aftonbladet:
„Mínus tuttugu gráður og og svo sitja menn fastir þarna í þrjá, fjóra tíma, með lítinn straum, þar til þeir komast að hleðslutækinu. Börnunum er kalt og svo er ekki hægt að hita upp því rafgeymirinn er að verða tómur.“
Max de Zegher, hleðslustjóri Tesla, gagnrýnir sænsk verkalýðsfélög fyrir biðraðir við hleðslustöðvarnar. Að sögn Zegher hafa yfir 100 fyrirhugaðar hleðslustöðvar ekki verið settar upp vegna samúðarverkfalls verkalýðsfélaga í yfirstandandi átökum milli Tesla og sambands verkalýðsfélaganna sem reyna að þvinga Tesla til að undirgangast ofurstjórnun verkalýðsfélaganna.
Rafbílaeigendur gera þarfir sínar við hleðslustöðvarnar
Samkvæmt Carup voru einnig langar biðraðir í Norrköping en verst var ástandið í Malung. Íbúar Malung hafa margoft kvartað yfir rafbílaeigendum sem kasta af sér vatni við hleðslustöðina og hefur það mál komið inn á borð sveitarstjórnarinnar en ekkert verið gert enn sem komið er.
Hér að neðan má sjá hið umtalaða myndband:
Teslas (mostly) in the middle of 🇸🇪Sweden waiting in line at a Superchargerstation in Malung.
— Nicklas 🇸🇪🚗T🐂📈♻️🚀 (@NicklasNilsso14) January 5, 2025
Can you count how many there are in line?
Because of IF Metall, Tesla can’t connect new stations to the grid.
Crazy, isn’t it!@MdeZegher pic.twitter.com/86XFMUKBSS